Enski boltinn

Hermann fær samkeppni frá Traore

Elvar Geir Magnússon skrifar
Armand Traore.
Armand Traore.

Franski vinstri bakvörðurinn Armand Traore er kominn til Portsmouth. Hann kemur á lánssamningi frá Arsenal til eins árs og mun veita Hermanni Hreiðarssyni samkeppni um stöðuna.

Traore er 18 ára og kom til Arsenal frá Monaco 2005. Hann á átján leiki að baki fyrir aðallið Arsenal og var meðal annars í byrjunarliðinu í úrslitaleiknum gegn Chelsea í deildabikarnum í fyrra. Eftir kaup Arsenal á Mikael Silvestre ákvað félagið að lána Traore.

Þá hefur Portsmouth fest kaup á vængmanninum Jerome Thomas frá Charlton. Þessi 25 ára leikmaður kom upphaflega á lánssamningi en Portsmouth ákvað að kaupa hann alfarið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×