„Árni ætti að biðjast afsökunar“ 3. júní 2008 16:44 Þórhallur Gunnarsson, dagskrástjóri Sjónvarpsins, segir ásaknir á hans hendur sem birtust á bloggi Árna Snævarr á Eyjunni í dag algjörlega úr lausu lofti gripnar. Á bloggi sínu segir Árni frá samskiptum sínum við Þórhall í nokkuð ýtarlegu máli varðandi þátt sem Árni gerði um Evrópusambandið og var fjármagnaður af Samtökum iðnaðarins. Árni er ekki par sáttur með að Þórhallur hafi ekki viljað sýna þáttinn í Sjónvarpinu og tekur jafnvel svo djúpt í árinni að segja ástæðuna þá að Þórhallur sé beintengdur Sjálfstæðisflokknum. „Myndin á að fjalla um kosti og galla þess að ganga inn í Evrópusambandið. Þegar ég skoða myndina þá hef ég svo sem ekki það margt við myndina að athuga nema að hún er að mínu mati frekar hliðholl því sjónarhorni sem Samtök iðnaðarins hafa haldið fram," útskýrir Þórhallur. „Síðan hefur Árni Snævarr sem slíkur haldið fram þeim sjónarmiðum í umræðuþáttum að við eigum að ganga inn í Evrópusambandið. Mér fannst þess vegna nokkuð sérstakt að kaupa mynd þar sem hagsmunaaðilar fá fréttamann til þess að gera mynd sem þjónar þeirra hagsmunum. Og síðan að fjölmiðlamaðurinn sjálfur haldi fram þessum sjónarmiðum mjög ákveðið. Þá fannst mér komin skekkja á þá hlutlausu fréttamennsku sem svona umfjöllun á að sýna." Á bloggi sínu bendir Árni á að Sjónvarpið hafi haft til sýninga heimildamyndir þar sem stórir hagsmunaaðilar hafi verið aðalstyrktaraðilinn. Nefnir hann sem dæmi að „Landsamband útvegsmanna borgaði í topp þáttaröð um sjávarútvegsmál, þar sem stuðningur við kvótakerfið og andúð á ESB voru höfuðþemu." Þórhallur sammælist þessu en að þessi tiltekni þáttur hafi verið sýndur fyrir hans ritstjórnartíð og að hann vilji taka fyrir að slíkt sjónvarpsefni verði sýnt skilyrðislaust í Sjónvarpinu. „Þetta snýst um að hagsmunasamtök geti ekki keypt sér aðgang að Ríkissjónvarpinu til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri." Þórhallur segir einnig að tengingarnar sem Árni dragi upp af sér og Sjálfstæðisflokknum ósmekklegar. „Þessar tengingar eru alrangar hjá honum og hreinasti dónaskapur. Hann ætti að biðjast afsökunar á þessum ummælum því að hann ætti að vita betur að ég hef aldrei og mun aldrei láta stjórnmálaflokk hafa áhrif á mín störf." Blogg Árna. Hægt er að sjá mynd Árna Snævarrs með því að smella á hlekkinn hér fyrir ofan. Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Fleiri fréttir Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Sjá meira
Þórhallur Gunnarsson, dagskrástjóri Sjónvarpsins, segir ásaknir á hans hendur sem birtust á bloggi Árna Snævarr á Eyjunni í dag algjörlega úr lausu lofti gripnar. Á bloggi sínu segir Árni frá samskiptum sínum við Þórhall í nokkuð ýtarlegu máli varðandi þátt sem Árni gerði um Evrópusambandið og var fjármagnaður af Samtökum iðnaðarins. Árni er ekki par sáttur með að Þórhallur hafi ekki viljað sýna þáttinn í Sjónvarpinu og tekur jafnvel svo djúpt í árinni að segja ástæðuna þá að Þórhallur sé beintengdur Sjálfstæðisflokknum. „Myndin á að fjalla um kosti og galla þess að ganga inn í Evrópusambandið. Þegar ég skoða myndina þá hef ég svo sem ekki það margt við myndina að athuga nema að hún er að mínu mati frekar hliðholl því sjónarhorni sem Samtök iðnaðarins hafa haldið fram," útskýrir Þórhallur. „Síðan hefur Árni Snævarr sem slíkur haldið fram þeim sjónarmiðum í umræðuþáttum að við eigum að ganga inn í Evrópusambandið. Mér fannst þess vegna nokkuð sérstakt að kaupa mynd þar sem hagsmunaaðilar fá fréttamann til þess að gera mynd sem þjónar þeirra hagsmunum. Og síðan að fjölmiðlamaðurinn sjálfur haldi fram þessum sjónarmiðum mjög ákveðið. Þá fannst mér komin skekkja á þá hlutlausu fréttamennsku sem svona umfjöllun á að sýna." Á bloggi sínu bendir Árni á að Sjónvarpið hafi haft til sýninga heimildamyndir þar sem stórir hagsmunaaðilar hafi verið aðalstyrktaraðilinn. Nefnir hann sem dæmi að „Landsamband útvegsmanna borgaði í topp þáttaröð um sjávarútvegsmál, þar sem stuðningur við kvótakerfið og andúð á ESB voru höfuðþemu." Þórhallur sammælist þessu en að þessi tiltekni þáttur hafi verið sýndur fyrir hans ritstjórnartíð og að hann vilji taka fyrir að slíkt sjónvarpsefni verði sýnt skilyrðislaust í Sjónvarpinu. „Þetta snýst um að hagsmunasamtök geti ekki keypt sér aðgang að Ríkissjónvarpinu til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri." Þórhallur segir einnig að tengingarnar sem Árni dragi upp af sér og Sjálfstæðisflokknum ósmekklegar. „Þessar tengingar eru alrangar hjá honum og hreinasti dónaskapur. Hann ætti að biðjast afsökunar á þessum ummælum því að hann ætti að vita betur að ég hef aldrei og mun aldrei láta stjórnmálaflokk hafa áhrif á mín störf." Blogg Árna. Hægt er að sjá mynd Árna Snævarrs með því að smella á hlekkinn hér fyrir ofan.
Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Fleiri fréttir Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Sjá meira