Dettur ekki í hug að biðja Þórhall afsökunar Breki Logason skrifar 3. júní 2008 19:44 „Nei, mér dettur það ekki í hug og stend við hvert einasta orð," segir Árni Snævarr aðspurður hvort hann sjái ástæðu til þess að biðja Þórhall Gunnarsson dagskrárstjóra Rúv afsökunar á ummælum sem hann lét falla á bloggi sínu á Eyjunni. Þórhallur sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að Árni ætti að biðjast afsökunar á ummælunum. Forsaga málsins er sú að Árni gerði heimildarmynd um kosti og galla þess að Ísland gengi í Evrópusambandið sem styrkt var af Samtökum Iðnaðarins. Þórhallur sagði við Vísi fyrr í dag að hann hefði ekki viljað taka myndina til sýningar í Ríkissjónvarpinu þar sem honum fannst hún frekar hliðholl því sjónarhorni sem Samtök iðnaðarins hafa haldið fram. „Ef þetta er ástæðan þá hefur Þórhallur sagt okkur rangt frá þegar hann sagðist ekki hafa horft á myndina," segir Árni og bendir á að útvegsmenn hafi tekið þátt í myndinni með því skilyrði að ef þeim fyndist hún hlutdræg mættu þeir hoppa frá borði. „Þeir horfðu á myndina og voru sáttir." Í fyrrnefndri bloggfærslu skýtur Árni fast og leiðir að því líkur að Þórhallur sé hræddur við Sjálfstæðisflokkinn sem hafi ekki viljað sýna myndina. Þessar tengingar segir Þórhallur ósmekklegar og hreinasta dónaskap. „Hann ætti að biðjast afsökunar á þessum ummælum því að hann ætti að vita betur að ég hef aldrei og mun aldrei láta stjórnmálaflokk hafa áhrif á mín störf," sagði Þórhallur við Vísi fyrr í dag. Árni segir hinsvegar ekki koma til greina að biðjast afsökunar á ummælunum enda liggi þetta í augum uppi. „Þórhallur sagði mér einfaldlega að honum þætti það líta illa út að Samtök Iðnaðarins væru að styrkja myndina. Þá spyr ég í augum hvers?," segir Árni og svarar sjálfur um hæl. „Í augum Sjálfstæðisflokksins auðvitað." Árni segist þrátt fyrir allt ekki bera neinn kala til Þórhalls og segir hann mega skíta sig út hvenær sem er. „Mér er alveg sama enda hef ég verið lengi í þessum bransa. Öfugt við Þórhall þá á ég mjög auðvelt með að taka því þegar aðrir eru mér ósammála. Það væri líka hundleiðinlegt ef allir væru alltaf sammála." Blogg Árna. Hægt er að horfa á heimildarmynd Árna með þessari frétt Tengdar fréttir „Árni ætti að biðjast afsökunar“ Þórhallur Gunnarsson, dagskrástjóri Sjónvarpsins, segir ásaknir á hans hendur sem birtust á bloggi Árna Snævarr á Eyjunni í dag algjörlega úr lausu lofti gripnar. 3. júní 2008 16:44 Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira
„Nei, mér dettur það ekki í hug og stend við hvert einasta orð," segir Árni Snævarr aðspurður hvort hann sjái ástæðu til þess að biðja Þórhall Gunnarsson dagskrárstjóra Rúv afsökunar á ummælum sem hann lét falla á bloggi sínu á Eyjunni. Þórhallur sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að Árni ætti að biðjast afsökunar á ummælunum. Forsaga málsins er sú að Árni gerði heimildarmynd um kosti og galla þess að Ísland gengi í Evrópusambandið sem styrkt var af Samtökum Iðnaðarins. Þórhallur sagði við Vísi fyrr í dag að hann hefði ekki viljað taka myndina til sýningar í Ríkissjónvarpinu þar sem honum fannst hún frekar hliðholl því sjónarhorni sem Samtök iðnaðarins hafa haldið fram. „Ef þetta er ástæðan þá hefur Þórhallur sagt okkur rangt frá þegar hann sagðist ekki hafa horft á myndina," segir Árni og bendir á að útvegsmenn hafi tekið þátt í myndinni með því skilyrði að ef þeim fyndist hún hlutdræg mættu þeir hoppa frá borði. „Þeir horfðu á myndina og voru sáttir." Í fyrrnefndri bloggfærslu skýtur Árni fast og leiðir að því líkur að Þórhallur sé hræddur við Sjálfstæðisflokkinn sem hafi ekki viljað sýna myndina. Þessar tengingar segir Þórhallur ósmekklegar og hreinasta dónaskap. „Hann ætti að biðjast afsökunar á þessum ummælum því að hann ætti að vita betur að ég hef aldrei og mun aldrei láta stjórnmálaflokk hafa áhrif á mín störf," sagði Þórhallur við Vísi fyrr í dag. Árni segir hinsvegar ekki koma til greina að biðjast afsökunar á ummælunum enda liggi þetta í augum uppi. „Þórhallur sagði mér einfaldlega að honum þætti það líta illa út að Samtök Iðnaðarins væru að styrkja myndina. Þá spyr ég í augum hvers?," segir Árni og svarar sjálfur um hæl. „Í augum Sjálfstæðisflokksins auðvitað." Árni segist þrátt fyrir allt ekki bera neinn kala til Þórhalls og segir hann mega skíta sig út hvenær sem er. „Mér er alveg sama enda hef ég verið lengi í þessum bransa. Öfugt við Þórhall þá á ég mjög auðvelt með að taka því þegar aðrir eru mér ósammála. Það væri líka hundleiðinlegt ef allir væru alltaf sammála." Blogg Árna. Hægt er að horfa á heimildarmynd Árna með þessari frétt
Tengdar fréttir „Árni ætti að biðjast afsökunar“ Þórhallur Gunnarsson, dagskrástjóri Sjónvarpsins, segir ásaknir á hans hendur sem birtust á bloggi Árna Snævarr á Eyjunni í dag algjörlega úr lausu lofti gripnar. 3. júní 2008 16:44 Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira
„Árni ætti að biðjast afsökunar“ Þórhallur Gunnarsson, dagskrástjóri Sjónvarpsins, segir ásaknir á hans hendur sem birtust á bloggi Árna Snævarr á Eyjunni í dag algjörlega úr lausu lofti gripnar. 3. júní 2008 16:44