Síbreytileg og brotakennd 5. september 2008 04:00 Vala Ómarsdóttir í hlutverki sínu sem Maddid. Sviðslistahópurinn Maddid Theatre Company kom til landsins frá Englandi fyrir hálfum mánuði og hefur ferðast um landið með einleikinn Maddid. Nú er komið að lokasýningum hér á landi. Leikkonan Vala Ómarsdóttir stofnaði hópinn fyrir um ári ásamt leikhúsframleiðandanum Mari Rettedal, en síðan þá hafa fleiri listamenn bæst í hópinn. Hópurinn er býsna fjölþjóðlegur; þannig koma þeir listamenn sem standa að sýningunni frá fimm löndum. Sýningin fjallar um stúlkuna Maddid, sem Vala leikur, og tilraunir hennar til að fóta sig í lífinu. Verkið er unnið með svokallaðri „devised"-vinnuaðferð, en í henni er samvinna í forgrunni. „Í byrjun vinnuferlisins gengum við út frá hugmynd um persónuna Maddid," útskýrir Vala. „Við unnum mikla spunavinnu út frá henni og smátt og smátt tók verkið á sig mynd. Verkið er svo í sífelldri þróun; við sýndum það upprunalega á ensku í Lundúnum, en það hefur haft talsverð áhrif á þróun þess að þurfa að snara því yfir á íslensku og staðfæra það fyrir sýningarnar hér. Að auki hafa viðbrögð áhorfenda og aðkoma nýrra listamanna haft áhrif á hvernig verkið breytist. Titilpersóna leikritsins er meðvituð um að hún er unnin með þessari „devised" aðferð og er því nokkuð brotakennd. Við erum í raun dálítið að leika okkur með möguleikana sem það býður upp á." Maddid hefur almennt verið vel tekið hér á landi að sögn Völu. Verkið var sýnt á ArtFart-hátíðinni í síðasta mánuði, svo ferðaðist hópurinn með það til Vestmannaeyja og að lokum verða sýningar í Hafnarfjarðarleikhúsinu nú um helgina. Vala segir það hafa verið ánægjulegt að sýna íslenskum áhorfendum verkið. „Sýningin hefur orðið léttari við það að koma hingað til lands og fyndnari held ég. Þegar við höfum sýnt verkið á ensku hefur Maddid, sem er íslensk stúlka, stundum átt erfitt með að tjá sig á því tungumáli og því leikið meira með líkamanum. Hér hefur sýningin þróast í aðra átt þar sem að Maddid kann sama tungumál og áhorfendur, en þar sem hún er „devised" verk og í stöðugri þróun, þá er hún jafnframt pirruð yfir að vera ófullgerð og á erfitt með að tjá sig þar sem ekki er búið að skrifa fyrir hana handrit. Því tekur líkaminn enn stjórnina á stundum með ófyrirsjáanlegum og skondnum afleiðingum. Við stefnum að því að setja sýninguna aftur upp í Lundúnum nú í haust, en þá verður hún orðin talsvert breytt eftir Íslandsförina þar sem að við komum til með að þýða og staðfæra sýninguna eins og hún er orðin núna á íslensku aftur yfir á ensku." Síðustu tvær sýningarnar á þessari forvitnilegu sýningu fara fram í Hafnarfjarðarleikhúsinu, Strandgötu 50, í kvöld og annað kvöld kl. 20. Miða á sýningarnar má nálgast á www.midi.is og við innganginn. vigdis@frettabladid.is Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Fleiri fréttir Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Sjá meira
Sviðslistahópurinn Maddid Theatre Company kom til landsins frá Englandi fyrir hálfum mánuði og hefur ferðast um landið með einleikinn Maddid. Nú er komið að lokasýningum hér á landi. Leikkonan Vala Ómarsdóttir stofnaði hópinn fyrir um ári ásamt leikhúsframleiðandanum Mari Rettedal, en síðan þá hafa fleiri listamenn bæst í hópinn. Hópurinn er býsna fjölþjóðlegur; þannig koma þeir listamenn sem standa að sýningunni frá fimm löndum. Sýningin fjallar um stúlkuna Maddid, sem Vala leikur, og tilraunir hennar til að fóta sig í lífinu. Verkið er unnið með svokallaðri „devised"-vinnuaðferð, en í henni er samvinna í forgrunni. „Í byrjun vinnuferlisins gengum við út frá hugmynd um persónuna Maddid," útskýrir Vala. „Við unnum mikla spunavinnu út frá henni og smátt og smátt tók verkið á sig mynd. Verkið er svo í sífelldri þróun; við sýndum það upprunalega á ensku í Lundúnum, en það hefur haft talsverð áhrif á þróun þess að þurfa að snara því yfir á íslensku og staðfæra það fyrir sýningarnar hér. Að auki hafa viðbrögð áhorfenda og aðkoma nýrra listamanna haft áhrif á hvernig verkið breytist. Titilpersóna leikritsins er meðvituð um að hún er unnin með þessari „devised" aðferð og er því nokkuð brotakennd. Við erum í raun dálítið að leika okkur með möguleikana sem það býður upp á." Maddid hefur almennt verið vel tekið hér á landi að sögn Völu. Verkið var sýnt á ArtFart-hátíðinni í síðasta mánuði, svo ferðaðist hópurinn með það til Vestmannaeyja og að lokum verða sýningar í Hafnarfjarðarleikhúsinu nú um helgina. Vala segir það hafa verið ánægjulegt að sýna íslenskum áhorfendum verkið. „Sýningin hefur orðið léttari við það að koma hingað til lands og fyndnari held ég. Þegar við höfum sýnt verkið á ensku hefur Maddid, sem er íslensk stúlka, stundum átt erfitt með að tjá sig á því tungumáli og því leikið meira með líkamanum. Hér hefur sýningin þróast í aðra átt þar sem að Maddid kann sama tungumál og áhorfendur, en þar sem hún er „devised" verk og í stöðugri þróun, þá er hún jafnframt pirruð yfir að vera ófullgerð og á erfitt með að tjá sig þar sem ekki er búið að skrifa fyrir hana handrit. Því tekur líkaminn enn stjórnina á stundum með ófyrirsjáanlegum og skondnum afleiðingum. Við stefnum að því að setja sýninguna aftur upp í Lundúnum nú í haust, en þá verður hún orðin talsvert breytt eftir Íslandsförina þar sem að við komum til með að þýða og staðfæra sýninguna eins og hún er orðin núna á íslensku aftur yfir á ensku." Síðustu tvær sýningarnar á þessari forvitnilegu sýningu fara fram í Hafnarfjarðarleikhúsinu, Strandgötu 50, í kvöld og annað kvöld kl. 20. Miða á sýningarnar má nálgast á www.midi.is og við innganginn. vigdis@frettabladid.is
Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Fleiri fréttir Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Sjá meira