Danirnir kvarta yfir Rooney Elvar Geir Magnússon skrifar 11. desember 2008 10:45 Rooney er sterkur strákur. Kasper Risgard, leikmaður Álaborgar, ásakar Wayne Rooney hjá Manchester United um að hafa traðkað á sér í 2-2 jafnteflisleik liðanna í Meistaradeild Evrópu í gær. Dómarinn refsaði Rooney ekki fyrir atvikið. „Hann traðkaði á bringunni á mér. Allstaðar nema á Old Trafford væri þetta rautt spjald," sagði Risgard. Rooney segist ekki hafa gert neitt ólöglegt. „Svona er fótbolti, það er mikil harka í honum," sagði Rooney. Aganefnd evrópska knattspyrnusambandsins gæti skoðað atvikið á upptökum og dæmt Rooney í leikbann. „Þetta er ekki jákvætt atvik fyrir frábæran fótboltamann. Þú verður að ná að halda haus og vera rólegur á svona stundum, en hann var nokkuð pirraður," sagði Allan Kuhn, þjálfari Álaborgar, sem vildi ekki segja til um hvort um viljaverk hefði verið að ræða. Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, sá ekki atvikið en viðurkenndi að leikurinn hafi verið mjög harður. „Álaborg var ekki að spara tæklingarnar. Þetta atvik með Carlos var bara árás. Ég held að leikmaðurinn hefði fengið rautt hefði Carlos ekki staðið strax upp," sagði Ferguson en átti þar við tæklingu Jeppe Curth á Carlos Tevez. Úrslit gærdagsins þýða að Manchester United hefur jafnað met Ajax og Bayern München með því að leika 19 leiki í röð án þess að bíða ósigur í Meistaradeildinni. United mætir Inter, Sporting Lissabon, Atletico Madrid, Lyon eða Real Madrid í sextán liða úrslitum. Ferguson gerir sér grein fyrir möguleikanum á að mæta Real Madrid en ansi kalt er milli þessara félaga vegna áhuga spænska liðsins á Cristiano Ronaldo. Ferguson Ramon Calderon, forseti Real Madrid, hafa eldað grátt silfur saman. „Það yrði fínasta veisla er það ekki. Ég hlakka til að fá mér te og kexkökur með Ramon Calderon," sagði Ferguson. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Fleiri fréttir Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sjá meira
Kasper Risgard, leikmaður Álaborgar, ásakar Wayne Rooney hjá Manchester United um að hafa traðkað á sér í 2-2 jafnteflisleik liðanna í Meistaradeild Evrópu í gær. Dómarinn refsaði Rooney ekki fyrir atvikið. „Hann traðkaði á bringunni á mér. Allstaðar nema á Old Trafford væri þetta rautt spjald," sagði Risgard. Rooney segist ekki hafa gert neitt ólöglegt. „Svona er fótbolti, það er mikil harka í honum," sagði Rooney. Aganefnd evrópska knattspyrnusambandsins gæti skoðað atvikið á upptökum og dæmt Rooney í leikbann. „Þetta er ekki jákvætt atvik fyrir frábæran fótboltamann. Þú verður að ná að halda haus og vera rólegur á svona stundum, en hann var nokkuð pirraður," sagði Allan Kuhn, þjálfari Álaborgar, sem vildi ekki segja til um hvort um viljaverk hefði verið að ræða. Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, sá ekki atvikið en viðurkenndi að leikurinn hafi verið mjög harður. „Álaborg var ekki að spara tæklingarnar. Þetta atvik með Carlos var bara árás. Ég held að leikmaðurinn hefði fengið rautt hefði Carlos ekki staðið strax upp," sagði Ferguson en átti þar við tæklingu Jeppe Curth á Carlos Tevez. Úrslit gærdagsins þýða að Manchester United hefur jafnað met Ajax og Bayern München með því að leika 19 leiki í röð án þess að bíða ósigur í Meistaradeildinni. United mætir Inter, Sporting Lissabon, Atletico Madrid, Lyon eða Real Madrid í sextán liða úrslitum. Ferguson gerir sér grein fyrir möguleikanum á að mæta Real Madrid en ansi kalt er milli þessara félaga vegna áhuga spænska liðsins á Cristiano Ronaldo. Ferguson Ramon Calderon, forseti Real Madrid, hafa eldað grátt silfur saman. „Það yrði fínasta veisla er það ekki. Ég hlakka til að fá mér te og kexkökur með Ramon Calderon," sagði Ferguson.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Fleiri fréttir Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sjá meira