Menning

Fílharmónía í Langholti

Magnús Ragnarsson stjórnandi Fílharmóníunnar á tónleikum í kvöld.
Magnús Ragnarsson stjórnandi Fílharmóníunnar á tónleikum í kvöld.

Aðventutónleikar Söng­sveitarinnar Fílharmóníu verða í kvöld og föstudagskvöld 12. desember í Langholtskirkju, kl. 20. Kórinn mun að venju flytja fjölbreytta og vandaða dagskrá þar sem finna má skemmtileg og hátíðleg jólalög frá ýmsum löndum í bland við klassískar perlur sem koma fólki í hátíðarskap.

Aðventutónleikar Söng­sveitarinnar eru fastur liður fjölmargra tónlistar­unnenda en tónleikarnir í ár eru tuttugustu aðventutónleikar kórsins. Yfirskrift tónleikanna að þessu sinni er upphaf sálmsins „Með gleðiraust og helgum hljóm“ eftir Magnús Stephensen sem Magnús Ragnarsson kórstjóri hefur tvinnað saman við húsganginn „Ljósið kemur langt og mjótt“ í útsetningu sem hljómar nú í fyrsta sinn. Tveir efnilegir einsöngvarar af yngri kynslóðinni syngja með kórnum að þessu sinni þau Margrét Sigurðardóttir og Benedikt Ingólfsson. Organisti á tónleikunum er Steingrímur Þórhallsson. Kórstjóri og stjórnandi tónleikanna er Magnús Ragnarsson. Nú eru ríflega sjötíu virkir félagar í kórnum. Miða má nálgast hjá kórfélögum, í versluninni 12 Tónum og við innganginn.

- pbb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×