Aðventutónar á Akureyri 5. desember 2008 06:00 Sinfóníuhljómsveit Norðurlands heldur sína stóru tónleika á morgun í Íþróttahúsi Glerárskóla.mynd frÉttablaðið Á morgun kl. 18 verða aðventutónleikar Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands í Íþróttahúsi Glerárskóla á Akureyri. Einsöngvarar á tónleikunum eru Dísella Lárusdóttir og Jóhann Smári Sævarsson og hefjast tónleikarnir kl. 18. Á efnisskránni er jóla- og aðventutónlist, m.a. eftir J. Haydn, Leroy Anderson, Gunnar þórðarson, Jórunni Viðar og Jaan Alavera, sem er jafnframt stjórnandi Kvennakórs Akureyrar. Vilhjálmur Ingi Sigurðarson leikur einleik á trompet og einnig kemur fram með hljómsveitinni Kvennakór Akureyrar. Stjórnandi er Guðmundur Óli Gunnarsson. Dísella Lárusdóttir útskrifaðist úr Söngskólanum í Reykjavík 2002. Hún stundaði meistaranám við Westminster Choir College of Rider University í Princeton í Bandaríkjunum þar sem hún útskrifaðist vorið 2005. Hún sigraði í alþjóðlegri keppni Astral Artistic Services 2006 og komst sama ár í undanúrslit í Lauren S. Zachary National Vocal Competition og einnig í keppni Placido Domingo, Operalia. Árið 2007 sigraði hún Philadelphia Orchestra Greenfield Competition. Dísella komst í undanúrslit í Metropolitan Opera National Council Auditions og fékk í framhaldi starfssamning hjá Metropolitan-óperunni í hlutverki Miss Schlesen í óperunni Satyagraha eftir Philips Glass. Í apríl hélt hún sína NY debut-tónleika í Merkin Hall og hlaut einróma góða dóma fyrir. Dísella býr og starfar í Bandaríkjunum. Jóhann Smári Sævarsson hóf söngnám við Tónlistarskólann í Keflavík hjá Árna Sighvatssyni og við Nýja tónlistarskólann hjá Sigurði Demetz. Hann stundaði framhaldsnám við sameiginlega óperudeild Royal College of Music og Royal Academy of Music í London. Að námi loknu réði hann sig við Kölnaróperuna og var þar í þrjú ár. Jóhann var einnig fjögur ár á föstum samningi við óperuna í Regensburg. Jóhann Smári hefur átt einn glæstasta feril íslenskra óperusöngvara í Evrópu um árabil og hefur á sautján ára ferli sínum sungið yfir 50 hlutverk í óperuhúsum víðs vegar um Evrópu. Hann er nú búsettur hér á landi og starfar við kennslu og söng. Sinfóníuhljómsveit Norðurlands hélt sína fyrstu tónleika 24. október 1993 og er því nú á sínu 16. starfsári. Kjarni hljómsveitarinnar hefur frá upphafi verið kennarar við Tónlistarskólann á Akureyri og hópur hljóðfæraleikara sem býr og starfar á landsbyggðinni. Sinfóníuhljómsveit Norðurlands hefur haldið tónleika á Akureyri og víðar á Norðurlandi og fengið til liðs við sig kóra, einleikara og einsöngvara frá Akureyri og úr nágrannabyggðum og þannig stutt við og auðgað norðlenskt tónlistarlíf. Aðalstjórnandi hljómsveitarinnar er Guðmundur Óli Gunnarsson. pbb@frettabladid.is Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Á morgun kl. 18 verða aðventutónleikar Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands í Íþróttahúsi Glerárskóla á Akureyri. Einsöngvarar á tónleikunum eru Dísella Lárusdóttir og Jóhann Smári Sævarsson og hefjast tónleikarnir kl. 18. Á efnisskránni er jóla- og aðventutónlist, m.a. eftir J. Haydn, Leroy Anderson, Gunnar þórðarson, Jórunni Viðar og Jaan Alavera, sem er jafnframt stjórnandi Kvennakórs Akureyrar. Vilhjálmur Ingi Sigurðarson leikur einleik á trompet og einnig kemur fram með hljómsveitinni Kvennakór Akureyrar. Stjórnandi er Guðmundur Óli Gunnarsson. Dísella Lárusdóttir útskrifaðist úr Söngskólanum í Reykjavík 2002. Hún stundaði meistaranám við Westminster Choir College of Rider University í Princeton í Bandaríkjunum þar sem hún útskrifaðist vorið 2005. Hún sigraði í alþjóðlegri keppni Astral Artistic Services 2006 og komst sama ár í undanúrslit í Lauren S. Zachary National Vocal Competition og einnig í keppni Placido Domingo, Operalia. Árið 2007 sigraði hún Philadelphia Orchestra Greenfield Competition. Dísella komst í undanúrslit í Metropolitan Opera National Council Auditions og fékk í framhaldi starfssamning hjá Metropolitan-óperunni í hlutverki Miss Schlesen í óperunni Satyagraha eftir Philips Glass. Í apríl hélt hún sína NY debut-tónleika í Merkin Hall og hlaut einróma góða dóma fyrir. Dísella býr og starfar í Bandaríkjunum. Jóhann Smári Sævarsson hóf söngnám við Tónlistarskólann í Keflavík hjá Árna Sighvatssyni og við Nýja tónlistarskólann hjá Sigurði Demetz. Hann stundaði framhaldsnám við sameiginlega óperudeild Royal College of Music og Royal Academy of Music í London. Að námi loknu réði hann sig við Kölnaróperuna og var þar í þrjú ár. Jóhann var einnig fjögur ár á föstum samningi við óperuna í Regensburg. Jóhann Smári hefur átt einn glæstasta feril íslenskra óperusöngvara í Evrópu um árabil og hefur á sautján ára ferli sínum sungið yfir 50 hlutverk í óperuhúsum víðs vegar um Evrópu. Hann er nú búsettur hér á landi og starfar við kennslu og söng. Sinfóníuhljómsveit Norðurlands hélt sína fyrstu tónleika 24. október 1993 og er því nú á sínu 16. starfsári. Kjarni hljómsveitarinnar hefur frá upphafi verið kennarar við Tónlistarskólann á Akureyri og hópur hljóðfæraleikara sem býr og starfar á landsbyggðinni. Sinfóníuhljómsveit Norðurlands hefur haldið tónleika á Akureyri og víðar á Norðurlandi og fengið til liðs við sig kóra, einleikara og einsöngvara frá Akureyri og úr nágrannabyggðum og þannig stutt við og auðgað norðlenskt tónlistarlíf. Aðalstjórnandi hljómsveitarinnar er Guðmundur Óli Gunnarsson. pbb@frettabladid.is
Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira