Enski boltinn

Bristol City á Wembley

NordcPhotos/GettyImages

Bristol City tryggði sér í kvöld sæti í úrslitaleik um laust sæti í ensku úrvalsdeildinni með 3-1 sigri á Crystal Palace í síðari leik liðanna.

City vann fyrri leik liðanna á útivelli 2-1, en Palace hafði yfir 1-0 í leik kvöldsins eftir 90 mínútur og því varð að framlengja.

Heimamenn skoruðu tvívegis í framlengingunni og tryggðu sér sæti í úrslitaleik um laust sæti meðal þeirra bestu næsta vetur.

Bristol mætir annað hvort Watford eða Hull City í úrslitaleiknum, en þessi lið mætast öðru sinni annað kvöld eftir að Hull vann fyrri leik liðanna 2-0.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×