Fótbolti

Podolski óviss um framtíð sína hjá Bayern

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Lukas Podolski fagnar fyrra marki sínu gegn Pólverjum.
Lukas Podolski fagnar fyrra marki sínu gegn Pólverjum. Nordic Photos / AFP

Þýski landsliðsmaðurinn Lukas Podolski segist ekki vera viss um hvort hann verði áfram í herbúðum Bayern Müchen.

Tækifærin sem Podolski fékk í byrjunarliði Bayern á nýliðnu tímabili voru af skornum skammti og kveðst hann óánægður með það. Hann gekk til liðs við Bayern frá Köln fyrir tímabilið 2006 en eftir að Luca Toni og Miroslav Klose komu til liðsins hefur Podolski oft mátt verma bekkinn.

„Ég mun fara í þetta mál eftir að EM lýkur," sagði Podolski sem skoraði bæði mörk Þýskalands í 2-0 sigri liðsins á Póllandi í fyrsta leik liðanna á EM.

„Ég mun hafa nægan tíma í sumarfríinu til að fara yfir þessi mál og ég tek ákvörðun þá. En ég hef gert Jürgen Klinsmann greint fyrir því að ég er ekki ánægður með mína stöðu hjá Bayern."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×