Íslenski boltinn

Grétar líklega ekki með slitið krossband

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Grétar Hjartarson.
Grétar Hjartarson.

Grétar Ólafur Hjartarson, leikmaður Grindavíkur, er að öllum líkindum ekki með slitið krossband í hné eins og óttast var.

Þetta kom fram á fótbolta.net í dag. Hann þurfti að fara meiddur af velli gegn Breiðabliki í gær og þar sem Grindvíkingar voru búnir að nota allar skiptingar sínar léku þeir manni færri síðustu mínúturnar. Þá tókst Blikum að jafna leikinn í 2-2 og næla sér þannig í eitt stig.

„Ég var hjá lækni í morgun og hann heldur að krossbandið sé í lagi. Það er eitthvað að ytri liðböndunum við hliðina á hnénu en þetta kemur í ljós á föstudaginn þegar ég fer í myndatöku," sagði Grétar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×