Birkir Bjarnason kom inn sem varamaður og lék síðustu fimm mínúturnar fyrir Bodö/Glimt sem vann 1-0 sigur á Lillestrøm í norsku úrvalsdeildinni. Sigurmarkið kom á 65. mínútu.
Eftir níu umferðir er Bodö/Glimt í öðru sæti deildarinnar með 17 stig, sex stigum á eftir toppliði Stabæk. Lillestrøm hefur gengið illa og er í næstneðsta sæti með sex stig.