Verðfall á olíu dregur fleiri ríki inn í kreppu Guðjón Helgason skrifar 26. desember 2008 18:30 Hríðlækkandi olíuverð á heimsmarkaði er líklegt til að draga enn fleiri ríki í hringiðu heimskreppunnar að mati sérfræðinga. Útlit er fyrir halla á fjárlögum í olíuveldinu Sádí Arabíu og niðursveiflu í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Guðjón Helgason. Verð á olíutunnunni á heimsmarkaði er komið niður í þrjátíu og sex bandaríkjadali en fór hæst í nærri hundrað og fimmtíu dali á tunnuna síðasta sumar. Alþjóðleg matsfyrirtæki hafa lækkað lánshæfismat fjölda olíuframleiðsluríkja vegna þess að þau geti ekki skilað hallalausum fjárlögum að óbreyttu. Þau þurfi að skera niður opinber útgjöld. Halli verður á fjárlögum Sádí Arabíu næsta ár í fyrsta sinn í sex ár. Sádí Arabar eru þó í þeirri öfundsverðu stöðu að þola lækkun niður í fimm dali á tunnu án teljandi vandræða. Það á ekki við mörg önnur olíuríki. Sérfræðingar segja ráðamenn í Venesúeal verða að fá áttatíu dali fyrir tunnuna til að ná endum saman, Íranar fimmtíu dali og yfirvöld í Sameinuðu arabísku furstadæmunum þrjátíu dali. Verðlækkunin kemur á versta tíma því flest ríkin munu hafa lagt út í fjárfrek verkefni þegar verðið hafi verið í hæstu hæðum. Í Venesúela var orka niðurgreidd og lagað til í heilbrigðiskerfinu, Rússar juku við hernaðarafl sitt, og yfirvöld í Sameinuðu arabísku furstadæmunum lögðu út í milljarða fasteignaframkvæmdir. Vandinn sé sá að þessi ríki þurfi að selja meiri olíu til að ná inn meiri tekjum en þá lækki verðið sem aðeins hækki með minna framboði. Olíuverð hefur lækkað þó OPEC, samtök olíuútflutningsríkja hafi samþykkt að draga úr framleiðslu sem átti að hafa þveröfug áhrif. Sérfræðingar segja að aðeins sextíu til sjötíu prósent OPEC ríkja eigi eftir að fylgja þeirri ákvörðun. Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Hríðlækkandi olíuverð á heimsmarkaði er líklegt til að draga enn fleiri ríki í hringiðu heimskreppunnar að mati sérfræðinga. Útlit er fyrir halla á fjárlögum í olíuveldinu Sádí Arabíu og niðursveiflu í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Guðjón Helgason. Verð á olíutunnunni á heimsmarkaði er komið niður í þrjátíu og sex bandaríkjadali en fór hæst í nærri hundrað og fimmtíu dali á tunnuna síðasta sumar. Alþjóðleg matsfyrirtæki hafa lækkað lánshæfismat fjölda olíuframleiðsluríkja vegna þess að þau geti ekki skilað hallalausum fjárlögum að óbreyttu. Þau þurfi að skera niður opinber útgjöld. Halli verður á fjárlögum Sádí Arabíu næsta ár í fyrsta sinn í sex ár. Sádí Arabar eru þó í þeirri öfundsverðu stöðu að þola lækkun niður í fimm dali á tunnu án teljandi vandræða. Það á ekki við mörg önnur olíuríki. Sérfræðingar segja ráðamenn í Venesúeal verða að fá áttatíu dali fyrir tunnuna til að ná endum saman, Íranar fimmtíu dali og yfirvöld í Sameinuðu arabísku furstadæmunum þrjátíu dali. Verðlækkunin kemur á versta tíma því flest ríkin munu hafa lagt út í fjárfrek verkefni þegar verðið hafi verið í hæstu hæðum. Í Venesúela var orka niðurgreidd og lagað til í heilbrigðiskerfinu, Rússar juku við hernaðarafl sitt, og yfirvöld í Sameinuðu arabísku furstadæmunum lögðu út í milljarða fasteignaframkvæmdir. Vandinn sé sá að þessi ríki þurfi að selja meiri olíu til að ná inn meiri tekjum en þá lækki verðið sem aðeins hækki með minna framboði. Olíuverð hefur lækkað þó OPEC, samtök olíuútflutningsríkja hafi samþykkt að draga úr framleiðslu sem átti að hafa þveröfug áhrif. Sérfræðingar segja að aðeins sextíu til sjötíu prósent OPEC ríkja eigi eftir að fylgja þeirri ákvörðun.
Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira