Íslenski boltinn

Valur og FH töpuðu

Elvar Geir Magnússon skrifar
Valsmenn töpuðu á heimavelli.
Valsmenn töpuðu á heimavelli.

Það urðu heldur betur óvænt úrslit í Landsbankadeild karla í kvöld. FH og Valur töpuðu leikjum sínum og Keflavík sem vann 5-0 sigur á Þrótti er komið með tveggja stiga forskot á toppnum.

Valsmenn töpuðu 0-1 fyrir HK en þeir töpuðu einnig fyrri leiknum gegn Kópavogsliðinu. Almir Cosic skoraði eina mark leiksins í seinni hálfleik.

Andri Steinn Birgisson tryggði Grindavík 1-0 útisigur á FH en á sama tíma slátraði Keflavík liði Þróttar 5-0. Brynjar Örn Guðmundsson, Guðmundur Steinarsson, Simun Samuelsen, Magnús Sverrir Þorsteinsson og Patrik Redo skoruðu mörkin.

Guðjón Baldvinsson tryggði KR sigur gegn Fram í Laugardalnum með tveimur mörkum undir lokin. Þá vann Breiðablik öruggan 4-1 sigur gegn Fjölni. Prince Rajcomar, Nenad Zivanovic og Guðmundur Kristjánsson skoruðu fyrir Blika en þá var eitt mark sjálfsmark. Ólafur Páll Johnson skoraði mark Fjölnis sem hefur tapað fimm leikjum í röð.

Nánari upplýsingar um leikina má finna á heimasíðu Boltavaktarinnar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×