Erlent

20 þúsund manns undir rústum húsa

Guðjón Helgason skrifar

Rúmlega 20 þúsund manns hið minnsta liggja grafnir í rústum húsa nærri upptökum jarðskjálftans í suðvestur Kína í gær. Björgunarmenn eru í kapphlaupi við tímann að bjarga fólkinu. Óttast er að 30 þúsund manns hið minnsta hafi týnt lífi í hamförunum.

Kínversk stjórnvöld tók hratt við sér um leið og ljóst var að jarðskjálftinn í Sichuan héraði í gær hafði kostað fjölmörg mannslíf og gert enn fleiri heimilislausa. Wen Jiabao, forsætisráðherra, kom til héraðsins í gær og í dag hann fólk sem slapp lifandi úr hamförunum. Hann sagði nauðsynlegt að hraða matvælaflutningum á hamfarasvæðið.

Um 50 þúsund hermenn hafa verið sendir á vettvang til viðbótar björgunarliði. Sjálfboðaliða hefur drifið að. Björgunarlið kom til Wenchuan sýslu í héraðinu í morgun þar sem upptök skjálftans voru. Hann mældist sjö komma níu á Richter. Erfiðlega gekk að komast að svæðinu þar sem grjóthrun hafði orðið á helstu leiðum og aurskriður loka vegum.

Í Shifang fórust um 600 manns þegar efnaverksmiðja hrundi. Um 80 tonn að ammóníaki láku út. Í Sichuan-héraði eru miklar olíulindir og kolanámur. Mikill iðnaður er þar. Átta orkurverum sló út í skjálftanum.

Í borginni Mianzhu er talið að um 4.800 manns liggi í rústum hruninna húsa og nærri 19 þúsund í borginni Mianyang nærri upptökum skjálftans. Takist ekki að bjarga þessu fólki á næstu tveimur sólahringum er það mat sérfróðra björgunarmanna að það sleppi ekki lifandi frá þessum hamförum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×