Fótbolti

Ferill Maldini á enda?

NordcPhotos/GettyImages

Vera má að goðsögnin Paolo Maldini hjá AC Milan hafi spilað sinn síðasta leik fyrir félagið, en hann meiddist á læri á æfingu liðsins í gær og er talinn tæpur fyrir síðustu leiki Milan á leiktíðinni.

Maldini er 39 ára og hefur þegar tilkynnt að hann ætli að hætta í sumar. Hann hefur verið í fremstu röð hjá Milan í hartnær aldarfjórðung.

Læknisskoðun leiddi í ljós að meiðsli Maldini eru nokkuð alvarleg og því er óvíst að hann nái að koma við sögu í síðustu fimm leikjum Milan á leiktíðiðinni.

Maldini lék sinn fyrsta leik í A-deildinni aðeins 16 ára gamall í janúar 1985 og hefur unnið sjö Ítalíutitla og fimm Evróputitla auk þess að verða heimsmeistari með Ítölum 2006.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×