Fótbolti

Meistararnir töpuðu í lokaumferðinni

Veigar Páll og félagar töpuðu í lokaumferðinni
Veigar Páll og félagar töpuðu í lokaumferðinni Mynd/Scanpix

Lokaumferð norsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu fór fram í dag. Íslendingalið Stabæk tapaði í dag 1-0 fyrir Tromsö en hafði þegar tryggt sér titilinn.

Veigar Páll Gunnarsson var að venju í byrjunarliði Stabæk í dag en Pálmi Rafn Pálmason kom inn sem varamaður í síðari hálfleik.

Stabæk hlaut 54 stig í toppsætinu en Fredrikstad, sem tapaði 2-0 fyrir Lyn í dag, hafnaði í öðru sæti með 48 stig. Theodór Elmar Bjarnason og Indriði Sigurðsson voru í liði Lyn í dag og Garðar Jóhannsson í liði Fredrikstad.

Garðar varð í sjötta sæti yfir markahæstu leikmenn deildarinnar með 10 mörk líkt og Veigar Páll Gunnarsson.

Brann lagði Valerenga 1-0 þar sem Gylfi Einarsson, Ólafur Örn Bjarnason og Ármann Smári Björnsson voru í byrjunarliði Brann, en Birkir Már Sævarsson kom inn sem varamaður.

Það kom í hlut HamKam að falla úr deildinni, en Álasund gæti farið sömu leið ef liðið tapar í umspili fyrir Sogndal úr 1. deildinni. Álasund vann 3-0 sigur á Lilleström í dag á meðan HamKam tapaði 1-0 fyrir Molde og féll því niður um deild.

Úrslitin í lokaumferðinni:

Aalesund 3 - 0 Lillestrøm

Fredrikstad 0 - 2 Lyn

Hamarkameratene 0 - 1 Molde

Tromsø 1 - 0 Stabæk

Rosenborg 1 - 3 Bodø/Glimt

Vålerenga 0 - 1 Brann

Strømsgodset 3 - 2 Viking






Fleiri fréttir

Sjá meira


×