Menning

Á toppnum í Danmörku

Marklund gengur vel með sögu sína af glæpum á Costa del Sol.
Marklund gengur vel með sögu sína af glæpum á Costa del Sol.
Nú er sölutíð hjá dönskum bóksölum. Sölutölur fyrir nóvember eru athyglisverðar ekki síst vegna upplags á söluhæstu verkunum: Minningar leikkonunnar Susse Wolds, „Fremkaldt" eða Framkall er í þriðja sæti og hefur selst í 7.495 eintökum fyrir 2,2 milljónir danskar og eru það mestu tekjur á titil þann mánuðinn. Bæði nýr reyfari Lizu Marklunds „En plads i solen" og ný spennusaga Hanne-Vibeke Holsts eru söluhærri í eintökum talið: Marklund hefur selt 8.153 eintök en saga Hönnu „Dronninge­ofret" - Drottningarfórn er farin í 7.715 eintökum, bæði í kilju og harðspjaldi. Skammt undan er ný saga Camillu Läckberg „Mord og mandelduft" svo konur eru fyrirferðarmiklar í metsölu í Danmörku.

- pbb








Fleiri fréttir

Sjá meira


×