Fótbolti

Staðráðnir í að mæta Liverpool á heimavelli

Lögregla skakkar leikinn á Vicente Calderon
Lögregla skakkar leikinn á Vicente Calderon NordicPhotos/GettyImages

Forseti Atletico Madrid hefur lýst því yfir að hann sé handviss um að lið sitt muni fá að mæta Liverpool á heimavelli sínum Vicente Calderon í næstu viku.

Atletico fékk í gær þriggja heimaleikja bann frá Knattspyrnusambandi Evrópu vegna óláta stuðningsmanna á leik gegn Marseille í byrjun mánaðar.

Forsetinn segir félagið hafa áfrýjað niðurstöðunni og lætur sér ekki segjast.

"Leikurinn við Liverpool mun fara fram á Vicente Calderon. Við munum áfrýja og ég hef trú á að Uefa muni gera það rétta í stöðunni. Ég vona að þeir hlusti á talsmenn beggja félaga," sagði forsetinn, en forráðamenn Liverpool hafa einnig lýst yfir óánægju sinni með að leikurinn verði fluttur 300 kílómetra frá Madrid eins og til stendur.

Forráðamenn Marseille hafa á hinn bóginn lýst yfir ánægju sinni með aðgerðir knattspyrnusambandisins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×