Enski boltinn

Cristiano Ronaldo er enginn fyllibytta

Alex Ferguson
Alex Ferguson

Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri Manchester United segir það vera tóma þvælu að gulldrengur félagsins, Cristiano Ronaldo, hafi verið á stanslausu djammi í endurhæfingunni. Ronaldo fór í uppskurð ekki alls fyrir löngu en myndir af honum á hækjum á hinum ýmsu skemmtistöðum hafa birst í blöðunum undanfarið.

Ferguson segir einnig rangt að Ronaldo hafi verið að drekka áfengi á meðan dvöl hans í Bandaríkjunum stendur yfir. „Hann var löngu búinn að ákveða að fara í þessa ferð til Los Angeles, ferðin skaðar ekki neitt. Hann er þar í kynningarferð og við sendum mann með honum. Þær fréttir sem hafa verið að berast af honum undanfarið eru tómt kjaftæði. Í fyrsta lagi þá er hann ekki einu sinni drykkjubolti."

Ferguson sagði að fréttir þess efnis að Ronaldo hefði verið að drekka vodka séu tómt rugl. „Ég spurði okkar mann sem er með honum og hann sagði þetta þvælu"

Enn eru menn að velta fyrir sér hvort Ronaldo sé á leið til Real Madrid. Síðast í gær sagði Pepe leikmaður spænsku meistaranna og félagi Ronaldo úr landsliðinu að sá síðarnefndi vildi koma til Spánar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×