Fótbolti

Pálmi Rafn var ólöglegur hjá Stabæk

Pálmi Rafn er einn þeirra leikmanna sem ekki voru orðnir löglegir í norsku úrvalsdeildinni
Pálmi Rafn er einn þeirra leikmanna sem ekki voru orðnir löglegir í norsku úrvalsdeildinni

Norskir fjölmiðlar greina frá því í kvöld að Pálmi Rafn Pálmason og um það bil 20 aðrir leikmenn hafi verið ólöglegir í norsku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð.

Þannig hafi einn eða fleiri leikmenn í 11 af 14 liðunum í úrvalsdeildinni teflt fram leikmönnum sem ekki hafi verið skráðir í leyfiskerfi norska knattspyrnusambandsins - og fyrir vikið verið ólöglegir með liðum sínum.

Noregsmeistarar Stabæk eru sagðir hafa teflt fram fjórum leikmönnum sem ekki voru skráðir inn í leyfiskerfið og einn þeirra er Pálmi Rafn Pálmason sem gegndi lykilhlutverki á lokasprettinum þegar liðið tryggði sér titilinn.

Talsmaður norska knattspyrnusambandsins segir að engin fordæmi séu fyrir svona uppákomum og því sé ólíklegt að málið nái lengra.

Ströngustu reglur kveða hinsvegar á um að lið sem tefli fram óskráðum leikmönnum geti átt yfir höfði sér að dregin verði af þeim stig.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×