Varaði við ástandinu fyrir tveimur árum síðan Steinþór Helgi Arnsteinsson skrifar 19. júní 2008 18:59 Dr. Herdís Þorgeirsdóttir, prófessor. Í tilefni kvenréttindadagsins ræddi Vísir við Dr. Herdísi Þorgeirsdóttur, prófessor við Háskólann á Bifröst, um stöðu kvenna í stjórnum fyrirtækja. Hún segir að sú staða sem er uppi núna þar sem ungir karlmenn eru helst í framvarðasveitinni sé ekki góð og að Tengslanets-ráðstefnan Völd til kvenna hafi varað við ástandinu árið 2006.Markmenn eiga ekki einir að stjórna leikskipulaginu „Það þarf meiri breidd í forystuhópinn. Rödd kvenna þarf að heyrast, vegna hæfileika þeirra, getu og reynslu, sem er því miður ekki verið að nýta í ákvarðanatöku í efstu lögum," segir Herdís. Fyrir stuttu sendi Rannsóknarsetur vinnuréttar við Háskólann á Bifröst frá sér skýrslu þar sem meðal annars kom fram að konur eru eingöngu tíu prósent allra stjórnarmanna hjá þeim ellefu fyrirtækjum sem mynda aðallista Kauphallarinnar eða eingöngu sex talsins. Herdís líkir þessari staðreynd við það að ef eingöngu markmenn frá Suður-Evrópu myndu stjórna öllu leikskipulagi í knattspyrnu.Karlmenn hampa hverjir öðrumHerdís segir að þrátt fyrir að hæfar konur sé að finna alls staðar innan fyrirtækjanna reynist það þrautin þyngri fyrir þær að komast í stjórnunarstöður. Herdís segir að almennt hampi karlmenn hverjir öðrum og geti í sumum tilvikum hvorki horft á konur né talað við þær nema eingöngu sem kynverur. „Það er brýn nauðsyn að opna augu fólks og knýja fram hugarfarsbreytingu til að auka jafnfrétti, hvort sem er innan fjölskyldna eða fyrirtækja."Ekki ástæða til að óttast lagasetningu Herdís bendir á að konur séu að verða menntaðri en karlmenn og þær hafi ekki minni reynslu og því mikilvægt að þeim sé hleypt inn í stjórnir fyrirtækja. Hún telur að hið slæma efnahagsástand sem nú ríki gæti kallað fram hugarfarsbreytingu. Herdís nefnir einnig að lög um jöfnun kynjahlutfalla í stjórnum fyrirtækja gætu verið nauðsynleg og sér ekki hvern þau ættu að skaða.Tengslanets-ráðstefnan varaði við þróuninni Á Tengslanets-ráðstefnunni Völd til kvenna árið 2006, sem Herdís var í forsvari fyrir, sendi ráðstefnan frá sér ályktun um nauðsyn kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja. Þar var varað við því að rýr hlutur kvenna í stjórnum fyrirtækja vegi ekki aðeins að jafnrétti kynjanna heldur væri slíkt ástand hættulegt íslensku efnhags- og atvinnulífi sem og samfélaginu öllu. „Þegar við sendum frá okkur þessa ályktun urðu margir hneysklaðir en mér sýnist að hún hafi verið orð í tíma töluð. Ég er sannfærð um að jafnrétti á öllum sviðum samfélagsins er forsenda velferðar.“ Meginatriðið að mati Herdísar er að lagasetning um kynjakvóta gæti flýtt þeirri þróun sem er forsenda efnahagslegra framfara, það er að bæði kynin komi að stjórnun og mótun samfélagsins. „Þar sem er jafnfrétti, þar er friður og farsæld," og eru það viðeigandi orð á kvenréttindeginum sem haldinn er hátíðlegur í dag, 19. júní. Mest lesið Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
Í tilefni kvenréttindadagsins ræddi Vísir við Dr. Herdísi Þorgeirsdóttur, prófessor við Háskólann á Bifröst, um stöðu kvenna í stjórnum fyrirtækja. Hún segir að sú staða sem er uppi núna þar sem ungir karlmenn eru helst í framvarðasveitinni sé ekki góð og að Tengslanets-ráðstefnan Völd til kvenna hafi varað við ástandinu árið 2006.Markmenn eiga ekki einir að stjórna leikskipulaginu „Það þarf meiri breidd í forystuhópinn. Rödd kvenna þarf að heyrast, vegna hæfileika þeirra, getu og reynslu, sem er því miður ekki verið að nýta í ákvarðanatöku í efstu lögum," segir Herdís. Fyrir stuttu sendi Rannsóknarsetur vinnuréttar við Háskólann á Bifröst frá sér skýrslu þar sem meðal annars kom fram að konur eru eingöngu tíu prósent allra stjórnarmanna hjá þeim ellefu fyrirtækjum sem mynda aðallista Kauphallarinnar eða eingöngu sex talsins. Herdís líkir þessari staðreynd við það að ef eingöngu markmenn frá Suður-Evrópu myndu stjórna öllu leikskipulagi í knattspyrnu.Karlmenn hampa hverjir öðrumHerdís segir að þrátt fyrir að hæfar konur sé að finna alls staðar innan fyrirtækjanna reynist það þrautin þyngri fyrir þær að komast í stjórnunarstöður. Herdís segir að almennt hampi karlmenn hverjir öðrum og geti í sumum tilvikum hvorki horft á konur né talað við þær nema eingöngu sem kynverur. „Það er brýn nauðsyn að opna augu fólks og knýja fram hugarfarsbreytingu til að auka jafnfrétti, hvort sem er innan fjölskyldna eða fyrirtækja."Ekki ástæða til að óttast lagasetningu Herdís bendir á að konur séu að verða menntaðri en karlmenn og þær hafi ekki minni reynslu og því mikilvægt að þeim sé hleypt inn í stjórnir fyrirtækja. Hún telur að hið slæma efnahagsástand sem nú ríki gæti kallað fram hugarfarsbreytingu. Herdís nefnir einnig að lög um jöfnun kynjahlutfalla í stjórnum fyrirtækja gætu verið nauðsynleg og sér ekki hvern þau ættu að skaða.Tengslanets-ráðstefnan varaði við þróuninni Á Tengslanets-ráðstefnunni Völd til kvenna árið 2006, sem Herdís var í forsvari fyrir, sendi ráðstefnan frá sér ályktun um nauðsyn kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja. Þar var varað við því að rýr hlutur kvenna í stjórnum fyrirtækja vegi ekki aðeins að jafnrétti kynjanna heldur væri slíkt ástand hættulegt íslensku efnhags- og atvinnulífi sem og samfélaginu öllu. „Þegar við sendum frá okkur þessa ályktun urðu margir hneysklaðir en mér sýnist að hún hafi verið orð í tíma töluð. Ég er sannfærð um að jafnrétti á öllum sviðum samfélagsins er forsenda velferðar.“ Meginatriðið að mati Herdísar er að lagasetning um kynjakvóta gæti flýtt þeirri þróun sem er forsenda efnahagslegra framfara, það er að bæði kynin komi að stjórnun og mótun samfélagsins. „Þar sem er jafnfrétti, þar er friður og farsæld," og eru það viðeigandi orð á kvenréttindeginum sem haldinn er hátíðlegur í dag, 19. júní.
Mest lesið Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira