Viðskipti innlent

Sparisjóðabankinn á nú 9,3% í Icelandair eftir veðkall

Sparisjóðabanki Íslands tilkynnti í dag að bankinn eigi 93.572.562 hluti í Icelandair Group hf.,eða sem nemur 9,36% af heildarhlutafé Icelandair Group hf.

Bankinn tók til sín 55.555.556 hluti á genginu 13.1 en þessir hlutir voru áður í eigu Urður, eignarhaldsfélags Ómars Benediktssonar. Fyrir viðskiptin átti bankinn 38.017.006 hluti í Icelandair Group.

Hlutanna var aflað á grundvelli veðkalls á hendur fyrrverandi eigenda bréfanna, að því er segir í tilkynningu um málið.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×