Enski boltinn

Keane: Draumur að fara til Liverpool

Keane stillir sér upp með Rafa Benitez
Keane stillir sér upp með Rafa Benitez AFP

Írski framherjinn Robbie Keane segir að það hafi verið æskudraumur hans að spila með Liverpool og því sé hann í sjöunda himni yfir félagaskiptunum frá Totttenham í gær.

"Þetta er sannkallaður draumur fyrir mig því ég hef alltaf haldið með Liveprool og það er stórkostlegt að koma hingað. Liverpool vildi fá mig og ég varð að taka því - maður fær ekki mörg tækifæri á borð við þetta í lífinu," sagði hinn 28 ára gamli framherji.

Keane gæti kostað Liverpool allt að 20 milljónir punda og hann fær treyju númer sjö hjá þeim Rauðu.

Írinn segist hlakka til að spila með Fernando Torres í framlínu Liverpool.

"Ég verð að sanna mig hjá nýju liði og ætla mér að berjast fyrir sæti mínu. Sem framherji er maður dæmdur af mörkunum sem maður skorar en það hefur aldrei verið mikið vandamál fyrir mig. Fernando Torres er líklega besti framherji heimsins í augnablikinu og ég vona að við fáum að spila sem flesta leiki saman," sagði Keane við komuna á Anfield.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×