Torsten Frings var ekki valinn í þýska landsliðið sem mætir Englandi í vináttulandsleik á miðvikudaginn kemur.
Frings gagnrýndi Joachim Löw landsliðsþjálfara eftir að hann var settur út úr byrjunarliðinu í tveimur síðustu landsleikjum Þýskalands. Þeir hittust svo í síðustu viku eftir að Frings baðst afsökunar á ummælum sínum.
Þýska knattspyrnusambandið sagði að það hefði verið fyrirfram ákveðið að Frings yrði ekki valinn í landsliðið fyrir þennan leik og að hann hafi vitað af því.
Michael Ballack gagnrýndi Löw einnig fyrir framkomu hans gagnvart Frings en hann hefur einnig beðist afsökunar á þeim ummælum. Hann á við meiðsli að stríða og verður ekki með af þeim sökum.
Fleiri fastamenn eru fjarverandi, svo sem Marcell Jensen, Christian Pander, Philipp Lahm og Clemens Fritz.
Landsliðshópur Þjóðverja:
Markverðir:
Rene Adler (Bayer Leverkusen)
Tim Wiese (Werder Bremen)
Varnarmenn:
Marvin Compper (Hoffenheim)
Arne Friedrich (Hertha Berlin)
Andreas Hinkel (Celtic)
Per Mertesacker (Werder Bremen)
Marcel Schäfer (Wolfsburg)
Serdar Tasci (Stuttgart)
Heiko Westermann (Schalke)
Miðvallarleikmenn:
Thomas Hitzlsperger (Stuttgart)
Jermaine Jones (Schalke)
Marko Marin (Borussia Mönchengladbach)
Simon Rolfes (Bayer Leverkusen)
Bastian Schweinsteiger (Bayern München)
Piotr Trochowski (Hamburg)
Tobias Weis (Hoffenheim)
Framherjar:
Mario Gomez (Stuttgart)
Patrick Helmes (Bayer Leverkusen)
Miroslav Klose (Bayern München)
Lukas Podolski (Bayern München)