Menning

Þjóðleikhúsið opið

Skoppa og Skrítla Leika á als oddi í Þjóðleikhúsinu í dag.
Skoppa og Skrítla Leika á als oddi í Þjóðleikhúsinu í dag.

Boðið verður upp á opið hús í Þjóðleikhúsinu í dag á milli kl. 13 og 16. Þar verður margt skemmtilegt um að vera; Tinna Gunnlaugsdóttir þjóðleikhússtjóri mun taka á móti gestum í sínu fínasta leikhúspússi, ræningjarnir úr Kardemommubænum ætla að grilla á tröppum Þjóðleikhússins og starfsfólk og leikarar hússins verða á ferð og flugi um alla bygginguna, uppáklædd í tilefni dagsins, leitandi að ísbirni sem ku hafa tekið sér bólfestu í húsinu.

Leikhúsunnendur sem vilja tryggja sér varanlegt sæti úr Þjóðleikhúsinu geta einnig tryggt sér stól í þessari ferð því örfá „sæti“ úr gamla salnum verða til sölu á opna húsinu. Stólarnir eru með hinu sígilda Þjóðleikhúsáklæði og í fínu standi, en ósamsettir. Kynnisferðir baksviðs verða tímasettar og verður farið í litlum hópum um húsið. Síðast en ekki síst munu Skoppa og Skrítla, Einar Áskell og Maddamamma og Putti litli úr Skilaboðaskjóðunni gleðja yngstu gestina. - vþ






Fleiri fréttir

Sjá meira


×