Fótbolti

Mikil meiðsli í herbúðum Cluj

Luiz Felipe Scolari og hans menn í Chelsea ættu samkvæmt öllu að klára verkefni sitt annað kvöld.
Luiz Felipe Scolari og hans menn í Chelsea ættu samkvæmt öllu að klára verkefni sitt annað kvöld. NordicPhotos/GettyImages

Rúmenska spútnikliðið Cluj frá Transilvaníu hefur heldur misst flugið eftir ótrúlega byrjun í Meistaradeildinni í haust.

Liðið vann ótrúlegan 2-1 útisigur á Roma í fyrsta leiknum sínum í riðlinum, en hefur nú tapað þremur í röð og mun enda í neðsta sæti hvernig sem fer í lokaumferð A-riðilsins annað kvöld.

Cluj sækir Chelsea heim á Stamford Bridge annað kvöld þar sem enska liðið hefur ekki tapað í 14 leikjum í röð í Evrópukeppni. Fyrri leik liðanna í Rúmeníu lauk með markalausu jafntefli.

Chelsea mun tryggja sér sæti í 16-liða úrslitum með sigri en ef liðið tapar eða gerir jafntefli, og franska liðið Bordeaux vinnur Roma á útivelli, verða það Bordeaux og Roma sem fara áfram.

Verkefni rúmenska liðsins verður ekki auðvelt annað kvöld þar sem fimm fastamenn eru meiddir. Þjálfari liðsins, Ítalinn Maurizio Trombetta, þykir orðinn valtur í sessi eftir slakt gengi liðsins að undanförnu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×