Menning

Sjónlistaverðlaunin

Ragnar Kjartansson er tilnefndur til Sjónlistaverðlauna í ár.
Ragnar Kjartansson er tilnefndur til Sjónlistaverðlauna í ár.

Sjónlistaverðlaunin verða afhent 19. september í Flugsafni Íslands við Akureyrarflugvöll. Sent verður beint út frá athöfninni í Ríkissjónvarpinu. Á morgun opnar Listasafn Akureyrar sýningu á verkum þeirra sem tilnefndir eru til verðlaunanna. Komin er út vegleg sýningarskrá með greinum um heiðursverðlaunahafann Högnu Sigurðardóttur arkitekt, myndlistarmennina Margréti H. Blöndal, Ragnar Kjartanssonog Steingrím Eyfjörð, og þá sem tilnefndir eru fyrir hönnun: Guðbjörgu Kristínu Ingvarsdóttur, Hjalta Geir Kristjánsson og Sigurð Eggertsson. Í sýningarskránni eru ítarleg viðtöl við listamennina sem tilnefndir eru.

Tvær milljónir króna koma í hlut hvors listamanns sem hreppir fyrsta sæti í sínum flokki, en þetta eru hæstu verðlaun sem veitt eru á sviði myndlistar og hönnunar hér á landi. Sýningin er opin til 19. október.- pbb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×