Enski boltinn

Helgin á Englandi - Myndir

Elvar Geir Magnússon skrifar
Cisse skoraði í fyrsta leik sínum með Sunderland.
Cisse skoraði í fyrsta leik sínum með Sunderland.

Það var mikið fjör á Englandi um helgina og nóg af athyglisverðum úrslitum. Arsenal tapaði óvænt fyrir Fulham, nýliðar Stoke gerðu sér lítið fyrir og unnu Aston Villa og þá tapaði Tottenham aftur.

Ljósmyndarar Getty Images voru á öllum leikjunum og með því að smella á myndaalbúmið hér að neðan er hægt að sjá helgina í máli og myndum.

Shinawatra, hinn umdeildi eigandi Manchester City, sá sína menn vinna West Ham 3-0.
Micah Richards fékk höfuðhögg eftir samstuð við samherja. Hann var borinn af velli með öndunargrímu en betur fór en á horfðist.
Deco hefur þegar unnið sig inn í hjarta stuðningsmanna Chelsea. Hann fagnar hér eftir að hafa skorað sigurmarkið gegn Wigan.
Phil Brown, stjóri nýliða Hull, var ánægður með stiga á Ewood Park í Blackburn.
Óvæntustu úrslit helgarinnar voru sigur Fulham á Arsenal í Lundúnaslag.
Arsene Wenger áhyggjufullur á svip.
Steven Gerrard kom Liverpool til bjargar á ögurstundu. Hann skoraði sigurmarkið gegn Middlesbrough í uppbótartíma.
Michael Owen skoraði með skalla og tryggði Newcastle sigur á Bolton.
Thomas Sörensen, markverði Stoke, leiddist ekki um helgina en Stoke vann hans fyrrum samherja í Aston Villa.
Djibril Cisse skoraði í sínum fyrsta leik fyrir Sunderland sem vann Tottenham.
Tottenham hefur tapað tveimur fyrstu leikjum sínum.
Úr leik West Brom og Everton sem síðarnefnda liðið vann.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×