Enski boltinn

Ferdinand færist nær Sunderland

Elvar Geir Magnússon skrifar
Anton Ferdinand.
Anton Ferdinand.

Alan Curbishley, knattspyrnustjóri West Ham, hefur staðfest að félagið hafi tekið tilboði Sunderland í varnarmanninn Anton Ferdinand. West Ham tapaði fyrir Manchester City í gær en Ferdinand lék ekki þann leik þar sem hann er að jafna sig eftir meiðsli.

Roy Keane, stjóri Sunderland, hefur látið til sín taka á leikmannamarkaðnum og hefur sagst ætla að bæta tveimur mönnum við áður en félagaskiptaglugganum lokar. Annar þeirra er hinn 23 ára Ferdinand.

Talið er að tilboð Sunderland í Ferdinand sé í kringum átta milljónir punda. Curbishley segir að það hafi verið ákvörðun stjórnar West Ham að taka tilboðinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×