Innlent

Flugvallahlauparar fámálir

SB skrifar
Í upphafi var talið að mennirnir væru að mótmæla brottför Keníamannsins Paul Ramses, sem fluttur var til Ítalíu í morgun.
Í upphafi var talið að mennirnir væru að mótmæla brottför Keníamannsins Paul Ramses, sem fluttur var til Ítalíu í morgun.

Búið er að yfirheyra mennina sem hlupu út á flugbraut í morgunn. Þeir voru þöglir sem gröfin við skýrslutöku og gáfu ekki upp ástæðu gjörða sinna.

"Það er búið að yfirheyra þá. Nú verður reynt að ljúka rannsókn sem fyrst og málið svo sent ákæruvaldinu," segir Eyjólfur Kristjánsson, fulltrúi lögreglustjórans á Suðurnesjum.

Mennirnir, sem eru báðir á þrítugsaldri, hlupu inn á flugbrautina við Flugstöð Leifs Eiríkssonar klukkan kortér í átta í morgun. Þeir voru umsvifalaust handteknir. Í upphafi var talið að mennirnir væru að mótmæla brottför Keníamannsins Paul Ramses, sem fluttur var til Ítalíu í morgun.

Eyjólfur sagði að ekkert hefði komið fram við yfirheyrslur sem styddi þá fullyrðingu. "Þeir gáfu engin svör," segir hann.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×