Elísabet: Gamall draumur að rætast Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. október 2008 10:01 Elísabet Gunnarsdóttir með Íslandsmeistarabikarinn í haust. Elísabet Gunnarsdóttir staðfestir í samtali við Vísi að hún muni um næstu helgi halda til Svíþjóðar og ráða sig formlega til starfa sem nýr þjálfari sænska úrvalsdeildarfélagsins Kristianstad DFF. „Þetta kom óvænt upp fyrir nokkrum vikum," sagði Elísabet aðspurð um aðdraganda nýja starfsins. „Ég ákvað að bíða með þetta þar til að tímabilinu lauk með Val en svo gekk þetta mjög hratt fyrir sig." „Ég lít á þetta fyrst og fremst sem gott tækifæri fyrir mig. Sænska úrvalsdeildin er af mörgum talin sú besta og það er búið að vera draumur minn lengi að fara út. Það var því ekkert annað í stöðunni en að grípa þetta tækifæri." Kristianstad var nýliði í sænsku úrvalsdeildinni í ár en Erla Steina Arnardóttir leikur með félaginu og kom með því upp úr 1. deildinni í fyrra. „Markmið liðsins var að halda sér uppi og það tókst. Kristianstad er lítill bær og félagið er ungt. Mér líst afskaplega vel á þetta," og sagði aðspurð þó ekkert hafa rætt við Erlu Steinu í aðdraganda þessa máls. Henni hefur ekki enn gefist tækifæri til að fara út og skoða aðstæður hjá félaginu. „Ég er búin að vera í mjög góðu sambandi við fólkið úti og kynnt mér allt það sem ég hef getað kynnt mér. En ég fer út um næstu helgi og skrifa þá undir samninginn. Ég mun þó ekki flytja út fyrr en um áramótin en ferðast á milli þangað til og hef undirbúningstímabilið þannig." Sænskir fjölmiðlar hafa einnig velt því fyrir sér hvort að Margrét Lára Viðarsdóttir kunni að fylgja Elísabetu með til félagsins en hún þvertekur fyrir það. „Ég get staðfest að hún fer ekki með mér til félagsins. Mér dettur ekki einu sinni í hug að ræða þann möguleika við hana. Allir þjálfarar vilja hafa leikmann eins og hana í sínu félagi en hún á möguleika á að fara til svo miklu stærri félaga. Það eru því engar líkur á því að hún komi til Kristianstad." Hún segir þó mjög góðar líkur á því að hún muni líta til Íslands þegar kemur að því að styrkja leikmannahópinn. „Það eru nokkrir leikmenn á Íslandi sem ég hef áhuga á. En ég er varla mætt til vinnu og fer yfir þetta í rólegheitum þegar þar að kemur. Ég er þó byrjuð að skoða þessi mál aðeins en það er ekkert sem er fast í hendi." Spurð um markmið sín með sitt nýja félag segir Elísabet ljóst að hún ætli sér ekki „bara að vera með", eins og hún orðar það. „Ég ætla að fara þarna út til að standa mig. Það er engin ástæða til annars." Fótbolti á Norðurlöndum Tengdar fréttir Elísabet tekur við Kristianstad Elísabet Gunnarsdóttir, fyrrum þjálfari Vals, hefur verið ráðinn nýr þjálfari sænska úrvalsdeildarfélagsins Kristianstad eftir því sem fram kemur í staðardagblaðinu Norra Skåne í dag. 20. október 2008 09:25 Mest lesið Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Enski boltinn Líbönsk landsliðskona lífshættulega slösuð eftir árás Ísraelsmanna Fótbolti Eldræða Lárusar Orra: Þurfum ferskan þjálfara inn með ástríðu Fótbolti „Mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur“ Fótbolti Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Fótbolti „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Handbolti Lélegasta landslið heims fékk flestar heimsóknir eftir sögulegan sigur Fótbolti Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Handbolti Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Fótbolti Nefna völl eftir nemanda sem lést á golfvelli Sport Fleiri fréttir Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Bjarni áfram hjá KA Genoa ljáð Vieira Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Messi jafnaði heimsmet með frábærum hætti „Mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur“ Eldræða Lárusar Orra: Þurfum ferskan þjálfara inn með ástríðu Líbönsk landsliðskona lífshættulega slösuð eftir árás Ísraelsmanna Lélegasta landslið heims fékk flestar heimsóknir eftir sögulegan sigur Neymar getur tekið bílinn með sér upp í nýju þakíbúðina „Leikplan sem við vorum ekki alveg tilbúnir í“ Liðin sem fóru upp í A-deild og liðin í umspilinu með Íslandi „Það er hundleiðinlegt að tapa svona stórt“ Hareide: „Verður að spyrja KSÍ“ „Ætla ekki að standa hérna og tala um einhverja einstaklinga“ Umfjöllun: Wales - Ísland 4-1 | Vonin dó í seinni hálfleik og Ísland gæti fallið X eftir landsleikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy Gyökeres skoraði fernu fyrir Svía í Þjóðadeildinni Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Svartfellingar unnu Tyrki óvænt og hjálpuðu Wales upp í A-deild Guardiola framlengir við Man. City Sjáðu Andra Lucas skora og Wales svara með fjórum mörkum Hefur ekki rætt við Hareide: „Klárlega búið að ganga vel hjá honum“ Gerir þrjár breytingar á sigurliðinu í Svartfjallalandi Klopp vildi fá Antony í stað Salah Þórdís Elva semur við Þróttara Sjá meira
Elísabet Gunnarsdóttir staðfestir í samtali við Vísi að hún muni um næstu helgi halda til Svíþjóðar og ráða sig formlega til starfa sem nýr þjálfari sænska úrvalsdeildarfélagsins Kristianstad DFF. „Þetta kom óvænt upp fyrir nokkrum vikum," sagði Elísabet aðspurð um aðdraganda nýja starfsins. „Ég ákvað að bíða með þetta þar til að tímabilinu lauk með Val en svo gekk þetta mjög hratt fyrir sig." „Ég lít á þetta fyrst og fremst sem gott tækifæri fyrir mig. Sænska úrvalsdeildin er af mörgum talin sú besta og það er búið að vera draumur minn lengi að fara út. Það var því ekkert annað í stöðunni en að grípa þetta tækifæri." Kristianstad var nýliði í sænsku úrvalsdeildinni í ár en Erla Steina Arnardóttir leikur með félaginu og kom með því upp úr 1. deildinni í fyrra. „Markmið liðsins var að halda sér uppi og það tókst. Kristianstad er lítill bær og félagið er ungt. Mér líst afskaplega vel á þetta," og sagði aðspurð þó ekkert hafa rætt við Erlu Steinu í aðdraganda þessa máls. Henni hefur ekki enn gefist tækifæri til að fara út og skoða aðstæður hjá félaginu. „Ég er búin að vera í mjög góðu sambandi við fólkið úti og kynnt mér allt það sem ég hef getað kynnt mér. En ég fer út um næstu helgi og skrifa þá undir samninginn. Ég mun þó ekki flytja út fyrr en um áramótin en ferðast á milli þangað til og hef undirbúningstímabilið þannig." Sænskir fjölmiðlar hafa einnig velt því fyrir sér hvort að Margrét Lára Viðarsdóttir kunni að fylgja Elísabetu með til félagsins en hún þvertekur fyrir það. „Ég get staðfest að hún fer ekki með mér til félagsins. Mér dettur ekki einu sinni í hug að ræða þann möguleika við hana. Allir þjálfarar vilja hafa leikmann eins og hana í sínu félagi en hún á möguleika á að fara til svo miklu stærri félaga. Það eru því engar líkur á því að hún komi til Kristianstad." Hún segir þó mjög góðar líkur á því að hún muni líta til Íslands þegar kemur að því að styrkja leikmannahópinn. „Það eru nokkrir leikmenn á Íslandi sem ég hef áhuga á. En ég er varla mætt til vinnu og fer yfir þetta í rólegheitum þegar þar að kemur. Ég er þó byrjuð að skoða þessi mál aðeins en það er ekkert sem er fast í hendi." Spurð um markmið sín með sitt nýja félag segir Elísabet ljóst að hún ætli sér ekki „bara að vera með", eins og hún orðar það. „Ég ætla að fara þarna út til að standa mig. Það er engin ástæða til annars."
Fótbolti á Norðurlöndum Tengdar fréttir Elísabet tekur við Kristianstad Elísabet Gunnarsdóttir, fyrrum þjálfari Vals, hefur verið ráðinn nýr þjálfari sænska úrvalsdeildarfélagsins Kristianstad eftir því sem fram kemur í staðardagblaðinu Norra Skåne í dag. 20. október 2008 09:25 Mest lesið Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Enski boltinn Líbönsk landsliðskona lífshættulega slösuð eftir árás Ísraelsmanna Fótbolti Eldræða Lárusar Orra: Þurfum ferskan þjálfara inn með ástríðu Fótbolti „Mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur“ Fótbolti Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Fótbolti „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Handbolti Lélegasta landslið heims fékk flestar heimsóknir eftir sögulegan sigur Fótbolti Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Handbolti Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Fótbolti Nefna völl eftir nemanda sem lést á golfvelli Sport Fleiri fréttir Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Bjarni áfram hjá KA Genoa ljáð Vieira Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Messi jafnaði heimsmet með frábærum hætti „Mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur“ Eldræða Lárusar Orra: Þurfum ferskan þjálfara inn með ástríðu Líbönsk landsliðskona lífshættulega slösuð eftir árás Ísraelsmanna Lélegasta landslið heims fékk flestar heimsóknir eftir sögulegan sigur Neymar getur tekið bílinn með sér upp í nýju þakíbúðina „Leikplan sem við vorum ekki alveg tilbúnir í“ Liðin sem fóru upp í A-deild og liðin í umspilinu með Íslandi „Það er hundleiðinlegt að tapa svona stórt“ Hareide: „Verður að spyrja KSÍ“ „Ætla ekki að standa hérna og tala um einhverja einstaklinga“ Umfjöllun: Wales - Ísland 4-1 | Vonin dó í seinni hálfleik og Ísland gæti fallið X eftir landsleikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy Gyökeres skoraði fernu fyrir Svía í Þjóðadeildinni Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Svartfellingar unnu Tyrki óvænt og hjálpuðu Wales upp í A-deild Guardiola framlengir við Man. City Sjáðu Andra Lucas skora og Wales svara með fjórum mörkum Hefur ekki rætt við Hareide: „Klárlega búið að ganga vel hjá honum“ Gerir þrjár breytingar á sigurliðinu í Svartfjallalandi Klopp vildi fá Antony í stað Salah Þórdís Elva semur við Þróttara Sjá meira
Elísabet tekur við Kristianstad Elísabet Gunnarsdóttir, fyrrum þjálfari Vals, hefur verið ráðinn nýr þjálfari sænska úrvalsdeildarfélagsins Kristianstad eftir því sem fram kemur í staðardagblaðinu Norra Skåne í dag. 20. október 2008 09:25