Golf

Immelman sigraði á Masters

Suður-Afríkumaðurinn Trevor Immelman kom sá og sigraði á 72. Masters mótinu í golfi sem lauk á Augusta vellinum í Georgíu í kvöld. Immelman lék á 75 höggum á lokahringnum og lék samtals á átta undir pari. Hann er fyrsti maðurinn í meira en þrjá áratugi til að leiða mótið frá upphafi til enda.

Immelman sýndi yfirvegun á lokahringnum þrátt fyrir að Tiger Woods hefði sótt hart að honum í dag, en Woods fór úr fimmta sæti í annað með því að leika á 72 höggum í dag. Honum mistókst þar með að vinna sigur á öllum risamótum ársins.

Lokastaða efstu manna:

-8 T.Immelman

-5 T Woods

-4 S. Cink

-4 B. Snedeker

-2 P. Mickelson

-2 P. Harrington

-2 S. Flesch

-1 M. Jimenez

-1 R. Karlsson

-1 A. Romero




Fleiri fréttir

Sjá meira


×