Fótbolti

Vilja Krkic í serbneska landsliðið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Bojan Krkic með Evrópumeistarabikar U-17 ára landsliða í maí í fyrra.
Bojan Krkic með Evrópumeistarabikar U-17 ára landsliða í maí í fyrra. Nordic Photos / AFP

Radomir Antic, landsliðsþjálfari Serbíu, vill að Bojan Krkic velji að spila fyrir landslið Serbíu en ekki Spánar.

Krkic er með efnilegri knattspyrnumönnum Evrópu en hann er einungis sautján ára gamall. Á síðasta keppnistímabili fékk hann tækifæri með aðalliði Barcelona og þótti standa sig vel.

Krkic á serbneskan föður og spænska móður. Hann hefur verið valinn í spænska landsliðið en á enn eftir að koma við sögu í sínum fyrsta landsleik. Þar af leiðandi á hann enn möguleikann á því að spila með Serbíu.

„Faðir Bojan er góðvinur minn," sagði Antic sem var þjálfari Barcelona áður en Frank Rijkaard tók við liðinu. „Ég hef rætt við hann um þetta mál áður en það væri mikill heiður ef hann myndi spila fyrir hönd Serbíu."

Krkic hefur spilað með öllum yngri landsliðum Spánar en ákvað að gefa ekki kost á sér í A-landsliðið fyrir EM sem fór fram nú í sumar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×