Viðskipti innlent

Gylfi Sigfússon ráðinn forstjóri Eimskips

Gylfi Sigfússon.
Gylfi Sigfússon.

Gylfi Sigfússon hefur verið ráðinn forstjóri Hf. Eimskipafélags Íslands. Gylfi hefur sinnt ýmsum störfum innan Eimskips og tengdra félaga og hefur í 18 ár starfað hjá fyrirtækjum í flutningatengdum rekstri.

Stefán Ágúst Magnússon, sem hefur tímabundið gegnt stöðu forstjóra og áður stöðu aðstoðarforstjóra og framkvæmdastjóra fjármálasviðs, mun að eigin ósk láta af störfum hjá félaginu.

Gylfi útskrifaðist frá Viðskiptadeild Háskóla Íslands árið 1990. Hann var framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Tollvörugeymslunnar (TVG) á árunum 1990-1996, var framkvæmdastjóri Ambrosio Shipping í Bandaríkjunum á árunum 1996-2000 og framkvæmdastjóri Eimskips Logistics í Bandaríkjunum á árunum 2000-2006.

Undanfarin tvö ár hefur Gylfi verið framkvæmdastjóri Eimskip Americas, sem nær yfir flutningastarfsemi Eimskips í Bandaríkjunum og Kanada. Hann hefur jafnframt setið í framkvæmdastjórn frysti- og kæligeymslufyrirtækis Eimskips, Versacold/Atlas, frá árinu 2007.

„Það er ánægjulegt að fá tækifæri til að taka við stöðu forstjóra Eimskips. Á þeim 18 árum sem ég hef unnið hjá Eimskip og tengdum félögum, tel ég mig hafa fengið góða innsýn inn í starfsemi félagsins og tækifæri þess til áframhaldandi vaxtar. Félagið hefur skapað sér sterka stöðu sem leiðandi alþjóðlegt flutningafélag og sem stærsta frysti- og kæligeymslu fyrirtæki í heimi. Á þeim grunni mun ég byggja og í samvinnu við góðan hóp starfsmanna, verður kappkostað við að efla félagið enn frekar og leita sóknarfæra á mörkuðum okkar um allan heim." Segir Gylfi Sigfússon í tilkynningu um ráðningu hans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×