Innlent

Mótmælin í gær vekja alheimsathygli

Mótmælin í Reykjavík í gær, þar sem meðal annars var krafist afsagnar seðlabankastjóra, hafa vakið athygli fjölmiðla víða um heim.

Norska blaðið Aftenposten segir að um tvö þúsund Íslendingar hafi krafist þess að bæði forsætisráðherrann og seðlabankastjóri segðu af sér embætti. Þá hafi þess verið krafist að Ísland sækti um inngöngu í ESB eins fljótt og auðið væri. Svipuð saga er sögð í þýskum, hollenskum og írskum fjölmiðlum svo dæmi sé nefnt.

Tvenn mótmæli voru haldin á Austurvelli í gær. Það var Hörður Torfason sem fór fyrir öðrum mótmælunum en Kolfinna Baldvinsdóttir fyrir hinum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×