Enski boltinn

Hermann víkur fyrir Traore

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hermann Hreiðarsson, leikmaður Portsmouth.
Hermann Hreiðarsson, leikmaður Portsmouth. Nordic Photos / Getty Images

Eftir því sem kemur fram í The Sun í dag verður Armand Traore í byrjunarliði Portsmouth gegn Manchester United í kvöld á kostnað Hermanns Hreiðarssonar.

Traore er átján ára bakvörður sem var í síðustu viku lánaður til Portsmouth frá Arsenal.

Hann kom til Arsenal frá Mónakó fyrir tveimur árum síðan en hefur aðeins náð að koma við sögu í þremur úrvalsdeildarleikjum með Arsenal.

„Ég átti gott spjall við Arsene (Wenger) og hann ætlar að horfa á leikinn," sagði Traore. „Ég mun ræða við hann eftir leikinn og mun leggja mitt af mörkum til að liðinu vegni vel. Þetta er gott tækifæri fyrir mig og segir Harry (Redknapp) að hann hafi trú á mér."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×