Fótbolti

Mun Romario spila í Meistaradeildinni?

Elvar Geir Magnússon skrifar
Romario í búningi Brasilíu.
Romario í búningi Brasilíu.

S.S. Murata, meistaralið San Marínó, vonast til að fá goðsögnina Romario til að taka fram skóna og leika með liðinu í forkeppni Meistaradeildar Evrópu.

Murata vann tvennuna í smáríkinu San Marínó og mun mæta sænska liðinu Gautaborg í tveimur leikjum. Yfirmaður íþróttamála hjá félaginu telur um 70% líkur á að Romario muni klæðast treyju félagsins.

Romari er 42 ára og hætti knattspyrnuiðkun í apríl. Í fyrra lék Aldair, fyrrum heimsmeistari með Brasilíu, með Murata í forkeppninni og er talið að hann muni einnig verða með þeim gegn Gautaborg.

Þá mun félagið einnig reyna að fá Formúlu-1 ökumanninn fyrrverandi, Michael Schumacher, til að leika með liðinu en möguleikinn á því er talinn lítill.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×