Þjóðin þarf krútt og ljóð 3. nóvember 2008 02:00 Gerður Kristný gefur nú út fimmtándu bókina sína, barnasöguna Garðurinn.Fréttablaðið/anton „Ég hef þá kenningu að krúttin séu ekki dauð heldur eru þau bara farin að lúlla," segir Gerður Kristný rithöfundur, sem kom krútt-hugtakinu upphaflega á koppinn í Mannlífsgrein sem hún fékk Ragnar Pétursson til að skrifa. Nokkur umræða hefur farið fram um krúttkynslóðina að undanförnu, hvort hún sé lifandi eða dauð og hvort kreppan muni breyta henni. „Það hefur alltaf verið kreppa hjá krúttunum. Þau hafa verið í lopapeysu í um áratug," segir Gerður. „Þetta er áberandi hópur fólks, aðallega tónlistarmanna, með ákveðin lífsviðhorf, tala fyrir náttúruvernd og eru rólynd og fylgin sér. Krútt eiga að vera stolt af því að vera krútt því þau eru það sem þjóðin þarf á að halda núna." Gerður „krútt-mamma" segist ekki eiga von á að fútt færist í krúttin í kreppunni. „Nei, læti fara krúttunum ekki. Og ég sé ekki heldur að nýr hópur uppreisnargjarnari listafólks sé í deiglunni. Hvaða fólk ætti það að vera? FM Belfast?" Sjálf hefur Gerður gert ljóðadisk með einu krúttinu, tónlistarkonunni Kiru Kiru. „Ég les ljóð úr ljóðabókunum mínum þremur og hún býr til ákaflega falleg og um leið krúttleg stef þar sem þó er eitthvað hættulegt undirliggjandi. Ég býst við að diskurinn seljist í bílförmum, enda þarf þjóðin á ljóðum að halda þessi misserin." Aðkoma Gerðar í jólabókaflóðinu í ár er svo barnabókin Garðurinn. „Þetta er spennandi draugasaga fyrir 9-14 ára krakka sem gerist í nútímanum. Ógn steðjar að fjölskyldu í Vesturbænum og spíritismi og spænska veikin fléttast inn í söguna. Þetta er fimmtánda bókin mín. Maður verður að framfleyta sér og sínum. Það er ekki eins og maður fái frítt í strætó." Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Ég hef þá kenningu að krúttin séu ekki dauð heldur eru þau bara farin að lúlla," segir Gerður Kristný rithöfundur, sem kom krútt-hugtakinu upphaflega á koppinn í Mannlífsgrein sem hún fékk Ragnar Pétursson til að skrifa. Nokkur umræða hefur farið fram um krúttkynslóðina að undanförnu, hvort hún sé lifandi eða dauð og hvort kreppan muni breyta henni. „Það hefur alltaf verið kreppa hjá krúttunum. Þau hafa verið í lopapeysu í um áratug," segir Gerður. „Þetta er áberandi hópur fólks, aðallega tónlistarmanna, með ákveðin lífsviðhorf, tala fyrir náttúruvernd og eru rólynd og fylgin sér. Krútt eiga að vera stolt af því að vera krútt því þau eru það sem þjóðin þarf á að halda núna." Gerður „krútt-mamma" segist ekki eiga von á að fútt færist í krúttin í kreppunni. „Nei, læti fara krúttunum ekki. Og ég sé ekki heldur að nýr hópur uppreisnargjarnari listafólks sé í deiglunni. Hvaða fólk ætti það að vera? FM Belfast?" Sjálf hefur Gerður gert ljóðadisk með einu krúttinu, tónlistarkonunni Kiru Kiru. „Ég les ljóð úr ljóðabókunum mínum þremur og hún býr til ákaflega falleg og um leið krúttleg stef þar sem þó er eitthvað hættulegt undirliggjandi. Ég býst við að diskurinn seljist í bílförmum, enda þarf þjóðin á ljóðum að halda þessi misserin." Aðkoma Gerðar í jólabókaflóðinu í ár er svo barnabókin Garðurinn. „Þetta er spennandi draugasaga fyrir 9-14 ára krakka sem gerist í nútímanum. Ógn steðjar að fjölskyldu í Vesturbænum og spíritismi og spænska veikin fléttast inn í söguna. Þetta er fimmtánda bókin mín. Maður verður að framfleyta sér og sínum. Það er ekki eins og maður fái frítt í strætó."
Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira