Viðskipti innlent

Úrvalsvísitalan undir 3.000 stigin

Úrvalsvísitalan fór undir 3.000 stigin fyrir stundu og stendur hún nú í 2.991 stigi. Hún hefur ekki verið lægri síðan í júlí fyrir fjórum árum síðan. Vísitalan toppaði í 9.016 stigum 18. júlí í fyrra og hefur þessu samkvæmt fallið um 67 prósent á rétt rúmu ári. Gengi bréfa í Eimskipafélaginu hefur fallið langmest í dag, eða um 51 prósent, í Bakkavör um 40 prósent, Alfesca um 10,2 prósent, Eik banka um 8,33 prósent og Century Aluminum, móðurfélagi álversins á Grundartanga um 6,3 prósent. Þá hefur gengi bréfa í Atlantic Petroleum fallið um 5,1 prósent og Icelandair um 5,0 prósent.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×