Enski boltinn

Johnson kominn til Fulham

Elvar Geir Magnússon skrifar
Andrew Johnson fer úr bláu í hvítt.
Andrew Johnson fer úr bláu í hvítt.

Enski sóknarmaðurinn Andrew Johnson hefur skrifað undir fjögurra ára samning við Fulham. Kaupverðið á þessum 27 ára leikmanni er ekki gefið upp en hann kemur frá Everton.

Johnson gekk til liðs við Everton frá Crystal Palace fyrir 8,6 milljónir punda í maí 2006 og skoraði 22 mörk í 74 leikjum.

Johnson snýr því aftur til London en hann hafði gefið það út að af fjölskylduástæðum vildi hann flytjast aftur þangað. Líklegt er að hann eigi að mynda sóknarpar hjá Fulham með Bobby Zamora sem kom frá West Ham í síðasta mánuði.

Búist er við að David Moyes, stjóri Everton, noti peninginn sem hann fær fyrir Johnson til að gera annað tilboð í Joao Moutinho, miðjumann Sporting Lissabon.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×