Banakahólfið: Miklar væntingar 9. apríl 2008 00:01 Óhætt er að segja að aðgerða stjórnvalda og Seðlabankans til stuðnings íslensku fjármálakerfi sé beðið með mikilli eftirvæntingu. Seðlabankinn kynnir vaxtaákvörðun á morgun og gefur um leið út Peningamál. Ríkisstjórnin hefur enn ekki gefið neitt upp um aðgerðir sínar, en einstakir ráðherrar hafa þó gefið sterklega í skyn að aukið verði verulega við gjaldeyrisforða Seðlabankans. Þá hefur forsætisráðherra látið að því liggja, að til standi að egna gildrur fyrir spákaupmenn sem tekið hafi stöðu gegn íslensku efnahagslífi, svokallaðar bjarnargildrur, væntanlega með vísun í bandaríska fjárfestingarbankann Bear Stearns. Hækkun á gengi íslensku bankanna og lækkandi skuldatryggingarálag þeirra er ekki aðeins rakið til hagstæðari skilyrða á alþjóðavettvangi, heldur ekki síður til væntinga um útspil íslenskra stjórnvalda á næstu dögum. Nú er lag, segja menn, þegar útlitið er aðeins bjartara og kjörin betri á lánamörkuðum. En gerist ekkert, vara þeir hinir sömu við, er hætt við því að einhver afturkippur geti komið og jafnvel ný niðursveifla.Aukin harkaKunnugir merkja aukna hörku af hálfu íslenskra fjármálafyrirtækja í samskiptum við erlenda fjölmiðla og kemur það væntanlega ekki til af góðu. Hér áður fyrr var viðkvæðið að láta villandi eða jafnvel rangan fréttaflutning af íslensku útrásinni eiga sig, enda tæki því ekki að elta ólar við allt sem birtist á prenti. Nú er öldin hins vegar önnur og til marks um það eru leiðréttingar í enskum dagblöðum um liðna helgi, þar sem bæði Daily Mail og Sunday Times birtu leiðréttingar vegna fregna úr fyrri viku, þar sem því var haldið fram að breskir sparifjáreigendur tækju nú fé sitt í stórum stíl út úr innlánsreikningum íslensku bankanna, þ.e. Icesave Landsbankans og Kaupthing Edge.Sérfræðingar á markaði segja að nú hafi talsmenn bankanna fengið skýr fyrirmæli frá stjórnendum um að leiðrétta strax allar rangar fréttir og ganga hart eftir því að skaðlegar fréttir, sem ekki er fótur fyrir, birtist í fjölmiðlum. Kemur þetta ekki síst í kjölfar fregna af erlendum spákaupmönnum og skortsölum, sem hafa hagsmuni af því að miðla neikvæðum fréttum af tilteknum fyrirtækjum og jafnvel löndum í þeim tilgangi að hagnast sjálfir á lækkun á gengi hlutabréfa eða breytingum á gengi gjaldmiðla. Á gráa svæðinu Bankahólfið Markaðir Mest lesið Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Sjá meira
Óhætt er að segja að aðgerða stjórnvalda og Seðlabankans til stuðnings íslensku fjármálakerfi sé beðið með mikilli eftirvæntingu. Seðlabankinn kynnir vaxtaákvörðun á morgun og gefur um leið út Peningamál. Ríkisstjórnin hefur enn ekki gefið neitt upp um aðgerðir sínar, en einstakir ráðherrar hafa þó gefið sterklega í skyn að aukið verði verulega við gjaldeyrisforða Seðlabankans. Þá hefur forsætisráðherra látið að því liggja, að til standi að egna gildrur fyrir spákaupmenn sem tekið hafi stöðu gegn íslensku efnahagslífi, svokallaðar bjarnargildrur, væntanlega með vísun í bandaríska fjárfestingarbankann Bear Stearns. Hækkun á gengi íslensku bankanna og lækkandi skuldatryggingarálag þeirra er ekki aðeins rakið til hagstæðari skilyrða á alþjóðavettvangi, heldur ekki síður til væntinga um útspil íslenskra stjórnvalda á næstu dögum. Nú er lag, segja menn, þegar útlitið er aðeins bjartara og kjörin betri á lánamörkuðum. En gerist ekkert, vara þeir hinir sömu við, er hætt við því að einhver afturkippur geti komið og jafnvel ný niðursveifla.Aukin harkaKunnugir merkja aukna hörku af hálfu íslenskra fjármálafyrirtækja í samskiptum við erlenda fjölmiðla og kemur það væntanlega ekki til af góðu. Hér áður fyrr var viðkvæðið að láta villandi eða jafnvel rangan fréttaflutning af íslensku útrásinni eiga sig, enda tæki því ekki að elta ólar við allt sem birtist á prenti. Nú er öldin hins vegar önnur og til marks um það eru leiðréttingar í enskum dagblöðum um liðna helgi, þar sem bæði Daily Mail og Sunday Times birtu leiðréttingar vegna fregna úr fyrri viku, þar sem því var haldið fram að breskir sparifjáreigendur tækju nú fé sitt í stórum stíl út úr innlánsreikningum íslensku bankanna, þ.e. Icesave Landsbankans og Kaupthing Edge.Sérfræðingar á markaði segja að nú hafi talsmenn bankanna fengið skýr fyrirmæli frá stjórnendum um að leiðrétta strax allar rangar fréttir og ganga hart eftir því að skaðlegar fréttir, sem ekki er fótur fyrir, birtist í fjölmiðlum. Kemur þetta ekki síst í kjölfar fregna af erlendum spákaupmönnum og skortsölum, sem hafa hagsmuni af því að miðla neikvæðum fréttum af tilteknum fyrirtækjum og jafnvel löndum í þeim tilgangi að hagnast sjálfir á lækkun á gengi hlutabréfa eða breytingum á gengi gjaldmiðla.
Á gráa svæðinu Bankahólfið Markaðir Mest lesið Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Sjá meira