Allt útlit fyrir að atlögunni hafi verið hrundið 9. apríl 2008 00:01 Ísland og íslenskur fjármálamarkaður hefur mátt þola kerfisbundnar árásir nokkurra erlendra vogunarsjóða upp á síðkastið, þar sem miklu hefur verið kostað til að hagnast með skortstöðum í hlutabréfum og skuldatryggingum, að sögn Sigurðar Einarssonar, starfandi stjórnarformanns Kaupþings. Hann segir nú allt útlit fyrir að atlögunni hafi verið hrundið, en það hafi ekki síst tekist með því að breyta um vinnubrögð og svara allri neikvæðri umræðu með beinum rökum, hrekja strax rangfærslur um rekstur og stöðu bankans og fara beinlínis í hart við þá vogunarsjóði sem hafi ætlað sér að keyra íslenska banka í þrot með þessum hætti og hagnast sjálfir á því. „Við ákváðum að taka þetta föstum tökum og vissum að þar dygðu engin vettlingatök,“ segir Sigurður spurður um viðbrögð Kaupþings og annarra íslenskra banka við skuldatryggingarálaginu sem hækkaði mjög á síðustu vikum, en virðist nú aftur á niðurleið. „Við vissum að markaðurinn fyrir skuldatryggingar væri ógegnsær og lítt virkur, en síðan höfum við komist að því að hann endurspeglar engan veginn raunverulega stöðu einstakra aðila. Hægt er að tala upp álag með næsta einföldum hætti og kerfisbundnar aðgerðir af því tagi skýra einkum þá bágu stöðu sem endurspeglaðist í himinháu skuldatryggingarálagi og tilheyrandi neikvæðri fjölmiðlaumfjöllun,“ bætir hann við. Að sögn Sigurðar hefur hann, ásamt öðrum stjórnendum Kaupþings, sett sig í samband við forsvarsmenn fjölmiðla víða um lönd síðustu daga í því skyni að skýra frá kerfisbundnum atlögum slíkra spákaupmanna og hvernig vinnubrögðum þeir beita. „Mér sýnist að það séu einkum fjórir vogunarsjóðir sem hafa stundað þetta af miklum krafti,“ segir hann og nefnir til sögunnar Trafalgar Fund, Landsdowne Fund, Ako Capital og Cheney Capital, sem allir eru í Lundúnum. Ljóst sé að þessir aðilar og fleiri hafi tekið skortstöðu í skuldatryggingum, en snúið sér svo að því að hafa kerfisbundið samband við erlenda fjölmiðla og greiningardeildir banka með neikvæðar spurningar og athugasemdir um íslenskt efnahagslíf og bankana. Við það hafi skuldatryggingarálag tekið að hækka og þeir náð umtalsverðum hagnaði gegnum skortstöður sínar. Samkvæmt heimildum Markaðarins er um mjög stórar upphæðir að ræða í slíkum viðskiptum, jafnvel tugi eða hundruð milljarða króna. Sigurður bætir þó við, að margt bendi til þess að þessar tilraunir vogunarsjóðanna hafi tekist til styttri tíma, en muni ekki ganga upp til lengri tíma litið. Nú fari álagið lækkandi og þar með ágóði skorttökuaðila, en ekki síður skipti máli að greinendur og fjölmiðlamenn séu meira á varðbergi fyrir fréttum af Íslandi en áður. „Menn láta ekki plata sig aftur og aftur,“ bætir hann við.- bih Héðan og þaðan Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Sjá meira
Ísland og íslenskur fjármálamarkaður hefur mátt þola kerfisbundnar árásir nokkurra erlendra vogunarsjóða upp á síðkastið, þar sem miklu hefur verið kostað til að hagnast með skortstöðum í hlutabréfum og skuldatryggingum, að sögn Sigurðar Einarssonar, starfandi stjórnarformanns Kaupþings. Hann segir nú allt útlit fyrir að atlögunni hafi verið hrundið, en það hafi ekki síst tekist með því að breyta um vinnubrögð og svara allri neikvæðri umræðu með beinum rökum, hrekja strax rangfærslur um rekstur og stöðu bankans og fara beinlínis í hart við þá vogunarsjóði sem hafi ætlað sér að keyra íslenska banka í þrot með þessum hætti og hagnast sjálfir á því. „Við ákváðum að taka þetta föstum tökum og vissum að þar dygðu engin vettlingatök,“ segir Sigurður spurður um viðbrögð Kaupþings og annarra íslenskra banka við skuldatryggingarálaginu sem hækkaði mjög á síðustu vikum, en virðist nú aftur á niðurleið. „Við vissum að markaðurinn fyrir skuldatryggingar væri ógegnsær og lítt virkur, en síðan höfum við komist að því að hann endurspeglar engan veginn raunverulega stöðu einstakra aðila. Hægt er að tala upp álag með næsta einföldum hætti og kerfisbundnar aðgerðir af því tagi skýra einkum þá bágu stöðu sem endurspeglaðist í himinháu skuldatryggingarálagi og tilheyrandi neikvæðri fjölmiðlaumfjöllun,“ bætir hann við. Að sögn Sigurðar hefur hann, ásamt öðrum stjórnendum Kaupþings, sett sig í samband við forsvarsmenn fjölmiðla víða um lönd síðustu daga í því skyni að skýra frá kerfisbundnum atlögum slíkra spákaupmanna og hvernig vinnubrögðum þeir beita. „Mér sýnist að það séu einkum fjórir vogunarsjóðir sem hafa stundað þetta af miklum krafti,“ segir hann og nefnir til sögunnar Trafalgar Fund, Landsdowne Fund, Ako Capital og Cheney Capital, sem allir eru í Lundúnum. Ljóst sé að þessir aðilar og fleiri hafi tekið skortstöðu í skuldatryggingum, en snúið sér svo að því að hafa kerfisbundið samband við erlenda fjölmiðla og greiningardeildir banka með neikvæðar spurningar og athugasemdir um íslenskt efnahagslíf og bankana. Við það hafi skuldatryggingarálag tekið að hækka og þeir náð umtalsverðum hagnaði gegnum skortstöður sínar. Samkvæmt heimildum Markaðarins er um mjög stórar upphæðir að ræða í slíkum viðskiptum, jafnvel tugi eða hundruð milljarða króna. Sigurður bætir þó við, að margt bendi til þess að þessar tilraunir vogunarsjóðanna hafi tekist til styttri tíma, en muni ekki ganga upp til lengri tíma litið. Nú fari álagið lækkandi og þar með ágóði skorttökuaðila, en ekki síður skipti máli að greinendur og fjölmiðlamenn séu meira á varðbergi fyrir fréttum af Íslandi en áður. „Menn láta ekki plata sig aftur og aftur,“ bætir hann við.- bih
Héðan og þaðan Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Sjá meira