ÍR er búið að vekja okkur aftur 9. apríl 2008 14:38 Magnús Þór Gunnarsson Mynd/Stefán Magnús Þór Gunnarsson, fyrirliði Keflavíkur, segir hans menn óhressa með frammistöðu sína eftir fyrsta leikinn við ÍR og gaf í dag út aðvörun til andstæðinga liðsins í samtali við Vísi. ÍR hefur komið nokkuð á óvart í úrslitakeppni Iceland Express deildarinnar og fylgdi eftir sigrinum á Íslandsmeisturum KR með því að vinna Keflvíkinga í fyrsta leik liðanna í undanúrslitaeinvíginu á dögunum. Magnús Þór var vitanlega ekki kátur með tapið og að vera búinn að missa heimavallarréttinn yfir til Breiðhyltinga. "Það voru bara lykilmenn í liðinu sem mættu ekki til leiks og þar er ég meðtalinn. Það auðvitað gengur ekki í svona leik. Þó við séum með gott lið, verðum við allir að spila vel til að vinna. Þetta gerðist sem betur fer í fyrsta leik og það er nóg eftir af þessu einvígi. Við þessir sem gátum ekki neitt í fyrsta leiknum verðum bara betri í kvöld - við verðum allir góðir í kvöld," sagði Magnús ákveðinn í samtali við Vísi. Við spurðum Magnús hvort lið ÍR hefði komið Keflvíkingum á óvart með leik sínum. "Ég get nú ekki sagt það, við þekkjum þessa stráka vel, en ég held að við höfum meira komið okkur sjálfum á óvart með það hvað við vorum lélegir. Það sannaðist að ef menn mæta ekki tilbúnir í þetta, þá bara tapa þeir. En við ætlum að leiðrétta það í kvöld," sagði Magnús. Hann vill meina að pressan sé enn á ÍR þó liðið hafi náð að landa sigri í fyrsta leiknum. "Þeir verða auðvitað að vinna í kvöld, því ef þeir gera það ekki erum við komnir aftur með heimavallarréttinn. Ég get líka lofað því að við töpum ekki öðrum leik í Keflavík í þessari úrslitakeppni. Það kemur ekkert lið til Keflavíkur og vinnur og heldur að það komist upp með það. Þeir vöktu okkur með svipuðum hætti í úrslitakeppninni árið 2005 og nú eru þeir búnir að gera það aftur," sagði Magnús. Þegar pressað var á Magnús fékkst hann til að viðurkenna að frammistaða ÍR í úrslitakeppninni hefði komið sér nokkuð á óvart. "Já, ég held að þeir hafi komið flestum nokkuð á óvart nema kannski sjálfum sér. Þeir spiluðu vel á móti KR og börðust vel. Þeir hafa tví sem þeir eru að gera. KR reyndar spilaði ekki vel á móti þeim í þriðja leiknum, rétt eins og við á móti þeim síðast, en á meðan voru þeir að hitta á góða leiki." Annar leikur ÍR og Keflavíkur fer fram í Seljaskóla í kvöld og hefst klukkan 19:15. Dominos-deild karla Mest lesið Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Í beinni: Ísland - Ísrael | Leikið í skugga deilna Handbolti Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Meiddist við að máta boli Sport Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Íslenski boltinn Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Fótbolti Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Stjarnan | Njarðvíkingar með sópinn á lofti Í beinni: Þór Ak. - Valur | Valsarar geta sent Þórsara í sumarfrí Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Sjá meira
Magnús Þór Gunnarsson, fyrirliði Keflavíkur, segir hans menn óhressa með frammistöðu sína eftir fyrsta leikinn við ÍR og gaf í dag út aðvörun til andstæðinga liðsins í samtali við Vísi. ÍR hefur komið nokkuð á óvart í úrslitakeppni Iceland Express deildarinnar og fylgdi eftir sigrinum á Íslandsmeisturum KR með því að vinna Keflvíkinga í fyrsta leik liðanna í undanúrslitaeinvíginu á dögunum. Magnús Þór var vitanlega ekki kátur með tapið og að vera búinn að missa heimavallarréttinn yfir til Breiðhyltinga. "Það voru bara lykilmenn í liðinu sem mættu ekki til leiks og þar er ég meðtalinn. Það auðvitað gengur ekki í svona leik. Þó við séum með gott lið, verðum við allir að spila vel til að vinna. Þetta gerðist sem betur fer í fyrsta leik og það er nóg eftir af þessu einvígi. Við þessir sem gátum ekki neitt í fyrsta leiknum verðum bara betri í kvöld - við verðum allir góðir í kvöld," sagði Magnús ákveðinn í samtali við Vísi. Við spurðum Magnús hvort lið ÍR hefði komið Keflvíkingum á óvart með leik sínum. "Ég get nú ekki sagt það, við þekkjum þessa stráka vel, en ég held að við höfum meira komið okkur sjálfum á óvart með það hvað við vorum lélegir. Það sannaðist að ef menn mæta ekki tilbúnir í þetta, þá bara tapa þeir. En við ætlum að leiðrétta það í kvöld," sagði Magnús. Hann vill meina að pressan sé enn á ÍR þó liðið hafi náð að landa sigri í fyrsta leiknum. "Þeir verða auðvitað að vinna í kvöld, því ef þeir gera það ekki erum við komnir aftur með heimavallarréttinn. Ég get líka lofað því að við töpum ekki öðrum leik í Keflavík í þessari úrslitakeppni. Það kemur ekkert lið til Keflavíkur og vinnur og heldur að það komist upp með það. Þeir vöktu okkur með svipuðum hætti í úrslitakeppninni árið 2005 og nú eru þeir búnir að gera það aftur," sagði Magnús. Þegar pressað var á Magnús fékkst hann til að viðurkenna að frammistaða ÍR í úrslitakeppninni hefði komið sér nokkuð á óvart. "Já, ég held að þeir hafi komið flestum nokkuð á óvart nema kannski sjálfum sér. Þeir spiluðu vel á móti KR og börðust vel. Þeir hafa tví sem þeir eru að gera. KR reyndar spilaði ekki vel á móti þeim í þriðja leiknum, rétt eins og við á móti þeim síðast, en á meðan voru þeir að hitta á góða leiki." Annar leikur ÍR og Keflavíkur fer fram í Seljaskóla í kvöld og hefst klukkan 19:15.
Dominos-deild karla Mest lesið Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Í beinni: Ísland - Ísrael | Leikið í skugga deilna Handbolti Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Meiddist við að máta boli Sport Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Íslenski boltinn Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Fótbolti Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Stjarnan | Njarðvíkingar með sópinn á lofti Í beinni: Þór Ak. - Valur | Valsarar geta sent Þórsara í sumarfrí Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Sjá meira