Fótbolti

Ramos í stað Maldini?

Elvar Geir Magnússon skrifar
Sergio Ramos er spænskur landsliðsmaður.
Sergio Ramos er spænskur landsliðsmaður.

Evrópumeistarar AC Milan eru nú í leit að leikmanni til að taka við af Paolo Maldini sem mun hætta knattspyrnuiðkun eftir tímabilið.

Þar er spænski varnarmaðurinn Sergio Ramos hjá Real Madrid efstur á óskalistanum.

Spænska blaðið Marca segir AC Milan heillað af hæfileikum leikmannsins. Það verður hægara sagt en gert að fá Ramos sem er samningsbundinn Real Madrid og spænska stórliðið vill ekki missa þennan 21. árs leikmann.

Talið er að það eina sem Real Madrid sé tilbúið að skoða er ef hinn brasilíski Kaka verður tengdur sölunni á Ramos. Það er hinsvegar eitthvað sem ólíklegt er að AC Milan taki til skoðunar.

AC Milan er einnig í leit að nýjum markverði í stað Nelson Dida sem hefur gert hver mistökin á fætur öðrum á leiktíðinni. Sebastien Frey hjá Fiorentina og Heurelho da Silva Gomes hjá PSV Eindhoven hafa þar verið nefndir til sögunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×