Fótbolti

Östenstad: Leikmönnum frjálst að stunda skemmtistaði

Östenstad er hér í leik með Viking árið 2005 en hann er nú knattspyrnustjóri liðsins.
Östenstad er hér í leik með Viking árið 2005 en hann er nú knattspyrnustjóri liðsins. Nordic Photos / Getty Images

Egil Östenstad, yfirmaður knattspyrnumála hjá norska úrvalsdeildarfélaginu Viking, segir að leikmönnum liðsins sé frjálst að stunda skemmtistaði í fríum sínum.

„Við erum ekki uppteknir af því að atvikið átti sér stað á skemmtistað," sagði Östenstad. „Það skiptir engu máli hvort ráðist hafi verið á hann úti á götu, á veitingastað eða skemmtistað eins og í þessu tilfelli. Við meinum ekki leikmönnum að fara út á lífið þegar þeir eru í fríi."

„Málið er nú komið til lögreglunnar á Íslandi. Við höfum enga ástæðu til að efast um það sem Hannes hefur sagt okkur. Hann varð fyrir ofbeldisárás sem er slæmt bæði fyrir hann sjálfan og félagið."

Hannes hefur undanfarna vikur og mánuði verið orðaður við Tromsö í Noregi en Östenstad segir að hann verði um kyrrt hjá Viking.

„Það er glórulaust að tengja þetta mál við vangaveltur um framtíð hans hjá félaginu. Hannes verður að fá tíma til að jafna sig og svo byrjar hann að spila á nýjan leik fyrir Viking."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×