Formúla 1

Hamilton og Kovalainen semur vel

Það olli McLaren miklum vandræðum í fyrra hve illa Fernando Alonso og Lewis Hamilton samdi á lokasprettinum. Alonso hætti hjá liðinu og Heikki Kovalainen kom í hans stað. Hamilton segist vera mikill máti Kovalainen.

„Sumt fólk getur maður talað við endalaust og við Kovalainen erum þannig samstilltir. Hann er ræðinn og líflegur karakter. Hefur svipaðar skoðanir á lífinu og tilverunni og ég," segir Hamilton.

„Kovalainen finnst gaman að keyra bílinn án spólvarnar, sem nú er skylda og er harður í horn að taka í brautinni. Hann er kappakstursmaður af lífi og sál. Við Kovalainen munum fá sömu meðferð hjá McLaren. Við viljum báðir ná árangri og ef hann verður fljótari en ég, þá á hann það skilið," sagði Hamilton.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×