Viðskipti innlent

Gnúpur semur við lánardrottna sína vegna vandræða

Þórður Már Jóhannesson er forstjóri Gnúps.
Þórður Már Jóhannesson er forstjóri Gnúps. MYND/Anton

Fjárfestingarfélagið Gnúpur hefur náð samkomulagi við lánardrottna um fjárhagslega endurskipulagningu félagsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

Þar segir að hluti eigna félagsins hafa verið seldur, dregið hafi verið úr skuldsetningu og rekstur dreginn saman. Samhliða hefur náðst samkomulag um endurfjármögnun eftirstandandi skulda félagsins hjá viðskiptabönkum og samið um aðrar skuldir. Aðgerðirnar hafa tryggt félaginu fjárhagslegan sveigjanleika til að mæta erfiðum markaðsaðstæðum áfram, segir enn fremur í tilkynningunni.

Fregnir höfðu borist af því að félaginu yrði jafnvel slitið en samkvæmt tilkynningunni verður ekki af því. Helstu eigendur Gnúps eru Kristinn Björnsson og Magnús Kristinsson, hvor með 43,5 prósenta hlut. Þá á Birkir Kristinsson sjö prósent og Þórður Már Jóhannesson sex prósent í félaginu. Stærsta eignin er rúmlega 10 prósenta hlutur í FL Group auk 0,94 prósenta hlutar í Kaupþingi. Markaðsvirði þessara eigna er 20 milljarðar í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×