Þorsteinn lætur gagnrýni ekki hafa áhrif 10. janúar 2008 18:40 Þorsteinn Davíðsson segist ekki ætla að hætta störfum sem dómari við héraðsdóm Norðurlands eystra og Austurlands þrátt fyrir gagnrýni á ráðninguna. Árni M. Mathiesen segir dómnefnd um hæfi umsækjenda fara með rangt mál, en formaður nefndarinnar segir Árna fara með rangfærslur. Árni sendi frá sér rökstuðning í fyrradag vegna skipunar Þorsteins í dómarastöðuna. Skipunin hefur verið umdeild þar sem Árni gekk gegn áliti nefndar sem mat hæfi umsækjenda um starfið og skipaði Þorstein þrátt fyrir að þrír umsækjendur um starfið væru metnir hæfari. Dómnefndin sem mat hæfni umsækjendanna sendi í gær frá sér greinagerð þar sem hún átaldi störf ráðherrans. Nefndin sagði dómsmálaráðherra hafa tekið ómálefnalega ákvörðun og gegnið að starfsheiðri og tilverugrundvelli dómnefndarinnar. Árni sagði í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í dag greinagerðina gallaða. Hún sé ógagnsæ, lítið rökstudd og í henni gæti innra ósamræmis við mat á reynslu sem hin ýmsu störf gefa. Árni segir nefndina fara með rangt mál þegar hún haldi því fram að það sé einsdæmi að ráðherra fari ekki að áliti nefndarinnar. Um það séu bæði nýleg og eldri dæmi. Pétur Kr. Hafstein, formaður dómnefndar sem metur hæfi dómara, segir slíkar rangfærslur yfirlýsingu Árna M. Mahtiesen, setts dómsmálaráðherra, í dómaramálinu að nefndin vilji ekki elta ólar við þær í fjölmiðlum. Nefndin standi við greinagerð sína. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna, segir rökstuðning Árna ekki halda vatni. Það sé ákaflega dapurlegt hvernig fjármála- og iðnaðarráðherra séu að gefa öllu sem heitir fagleg aðferðafræði, við mannráðningar hjá hinu opinbera, langt nef. Þorsteinn hefur tekið við dómarastarfinu. Hann sagði í samtali við fréttastofu í dag að deilurnar væru ekki hans mál. Það hefði ekki hvarflað að honum að þiggja ekki stöðuna eða segja upp starfinu vegna deilnanna. Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
Þorsteinn Davíðsson segist ekki ætla að hætta störfum sem dómari við héraðsdóm Norðurlands eystra og Austurlands þrátt fyrir gagnrýni á ráðninguna. Árni M. Mathiesen segir dómnefnd um hæfi umsækjenda fara með rangt mál, en formaður nefndarinnar segir Árna fara með rangfærslur. Árni sendi frá sér rökstuðning í fyrradag vegna skipunar Þorsteins í dómarastöðuna. Skipunin hefur verið umdeild þar sem Árni gekk gegn áliti nefndar sem mat hæfi umsækjenda um starfið og skipaði Þorstein þrátt fyrir að þrír umsækjendur um starfið væru metnir hæfari. Dómnefndin sem mat hæfni umsækjendanna sendi í gær frá sér greinagerð þar sem hún átaldi störf ráðherrans. Nefndin sagði dómsmálaráðherra hafa tekið ómálefnalega ákvörðun og gegnið að starfsheiðri og tilverugrundvelli dómnefndarinnar. Árni sagði í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í dag greinagerðina gallaða. Hún sé ógagnsæ, lítið rökstudd og í henni gæti innra ósamræmis við mat á reynslu sem hin ýmsu störf gefa. Árni segir nefndina fara með rangt mál þegar hún haldi því fram að það sé einsdæmi að ráðherra fari ekki að áliti nefndarinnar. Um það séu bæði nýleg og eldri dæmi. Pétur Kr. Hafstein, formaður dómnefndar sem metur hæfi dómara, segir slíkar rangfærslur yfirlýsingu Árna M. Mahtiesen, setts dómsmálaráðherra, í dómaramálinu að nefndin vilji ekki elta ólar við þær í fjölmiðlum. Nefndin standi við greinagerð sína. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna, segir rökstuðning Árna ekki halda vatni. Það sé ákaflega dapurlegt hvernig fjármála- og iðnaðarráðherra séu að gefa öllu sem heitir fagleg aðferðafræði, við mannráðningar hjá hinu opinbera, langt nef. Þorsteinn hefur tekið við dómarastarfinu. Hann sagði í samtali við fréttastofu í dag að deilurnar væru ekki hans mál. Það hefði ekki hvarflað að honum að þiggja ekki stöðuna eða segja upp starfinu vegna deilnanna.
Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira