Þorsteinn lætur gagnrýni ekki hafa áhrif 10. janúar 2008 18:40 Þorsteinn Davíðsson segist ekki ætla að hætta störfum sem dómari við héraðsdóm Norðurlands eystra og Austurlands þrátt fyrir gagnrýni á ráðninguna. Árni M. Mathiesen segir dómnefnd um hæfi umsækjenda fara með rangt mál, en formaður nefndarinnar segir Árna fara með rangfærslur. Árni sendi frá sér rökstuðning í fyrradag vegna skipunar Þorsteins í dómarastöðuna. Skipunin hefur verið umdeild þar sem Árni gekk gegn áliti nefndar sem mat hæfi umsækjenda um starfið og skipaði Þorstein þrátt fyrir að þrír umsækjendur um starfið væru metnir hæfari. Dómnefndin sem mat hæfni umsækjendanna sendi í gær frá sér greinagerð þar sem hún átaldi störf ráðherrans. Nefndin sagði dómsmálaráðherra hafa tekið ómálefnalega ákvörðun og gegnið að starfsheiðri og tilverugrundvelli dómnefndarinnar. Árni sagði í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í dag greinagerðina gallaða. Hún sé ógagnsæ, lítið rökstudd og í henni gæti innra ósamræmis við mat á reynslu sem hin ýmsu störf gefa. Árni segir nefndina fara með rangt mál þegar hún haldi því fram að það sé einsdæmi að ráðherra fari ekki að áliti nefndarinnar. Um það séu bæði nýleg og eldri dæmi. Pétur Kr. Hafstein, formaður dómnefndar sem metur hæfi dómara, segir slíkar rangfærslur yfirlýsingu Árna M. Mahtiesen, setts dómsmálaráðherra, í dómaramálinu að nefndin vilji ekki elta ólar við þær í fjölmiðlum. Nefndin standi við greinagerð sína. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna, segir rökstuðning Árna ekki halda vatni. Það sé ákaflega dapurlegt hvernig fjármála- og iðnaðarráðherra séu að gefa öllu sem heitir fagleg aðferðafræði, við mannráðningar hjá hinu opinbera, langt nef. Þorsteinn hefur tekið við dómarastarfinu. Hann sagði í samtali við fréttastofu í dag að deilurnar væru ekki hans mál. Það hefði ekki hvarflað að honum að þiggja ekki stöðuna eða segja upp starfinu vegna deilnanna. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Fleiri fréttir Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Sjá meira
Þorsteinn Davíðsson segist ekki ætla að hætta störfum sem dómari við héraðsdóm Norðurlands eystra og Austurlands þrátt fyrir gagnrýni á ráðninguna. Árni M. Mathiesen segir dómnefnd um hæfi umsækjenda fara með rangt mál, en formaður nefndarinnar segir Árna fara með rangfærslur. Árni sendi frá sér rökstuðning í fyrradag vegna skipunar Þorsteins í dómarastöðuna. Skipunin hefur verið umdeild þar sem Árni gekk gegn áliti nefndar sem mat hæfi umsækjenda um starfið og skipaði Þorstein þrátt fyrir að þrír umsækjendur um starfið væru metnir hæfari. Dómnefndin sem mat hæfni umsækjendanna sendi í gær frá sér greinagerð þar sem hún átaldi störf ráðherrans. Nefndin sagði dómsmálaráðherra hafa tekið ómálefnalega ákvörðun og gegnið að starfsheiðri og tilverugrundvelli dómnefndarinnar. Árni sagði í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í dag greinagerðina gallaða. Hún sé ógagnsæ, lítið rökstudd og í henni gæti innra ósamræmis við mat á reynslu sem hin ýmsu störf gefa. Árni segir nefndina fara með rangt mál þegar hún haldi því fram að það sé einsdæmi að ráðherra fari ekki að áliti nefndarinnar. Um það séu bæði nýleg og eldri dæmi. Pétur Kr. Hafstein, formaður dómnefndar sem metur hæfi dómara, segir slíkar rangfærslur yfirlýsingu Árna M. Mahtiesen, setts dómsmálaráðherra, í dómaramálinu að nefndin vilji ekki elta ólar við þær í fjölmiðlum. Nefndin standi við greinagerð sína. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna, segir rökstuðning Árna ekki halda vatni. Það sé ákaflega dapurlegt hvernig fjármála- og iðnaðarráðherra séu að gefa öllu sem heitir fagleg aðferðafræði, við mannráðningar hjá hinu opinbera, langt nef. Þorsteinn hefur tekið við dómarastarfinu. Hann sagði í samtali við fréttastofu í dag að deilurnar væru ekki hans mál. Það hefði ekki hvarflað að honum að þiggja ekki stöðuna eða segja upp starfinu vegna deilnanna.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Fleiri fréttir Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Sjá meira