Fótbolti

Þjálfara Sundsvall líst vel á Sverri

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sverrir er á milli þeirra Tommy Nielsen og Freys Bjarnasonar fyrir úrslitaleik bikarkeppninnar í haust.
Sverrir er á milli þeirra Tommy Nielsen og Freys Bjarnasonar fyrir úrslitaleik bikarkeppninnar í haust. Mynd/E. Stefán

Sverrir Garðarsson er nú við æfingar hjá sænska úrvalsdeildarliðinu GIF Sundsvall og líst þjálfara liðsins mjög vel á hann.

„Hann lofar mjög góðu," sagði Per Joar Jansen í samtali við Sundsvall Tidning í dag. „Hann er stöðugur leikmaður sem á möguleika á því að bæta sig mikið."

Sjálfur sagðist Sverri lítast vel á félagið. „Fyrstu kynnin mín af félaginu voru mjög góð. Þetta er ungt lið, æfingaaðstaðan er góð og fólkið er mjög vinsamlegt."

Sverrir segir góðar líkur vera á því að hann spili með Sundsvall á næsta tímabili. „En það er aldrei að vita hvað gerist í fótboltanum."

Fyrir hjá félaginu er Ari Freyr Skúlason, fyrrum leikmaður Vals og Häcken.

„Það er fínt að geta talað við annan Íslending á æfingum. Það skemmir ekki fyrir."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×