Bobby leitaði skjóls í búðinni hjá Braga 18. janúar 2008 12:34 Bragi Kristjónsson, bóksali. MYND/Heiða „Ég var einmitt að leggja til hliðar bækur til að láta hann fá þegar ég heyrði fréttirnar," segir Bragi Kristjónsson bóksali, en Bobby Fischer var fastagestur í búðinni hans á Klapparstígnum. „Hann hafði mest gaman af gömlum amerískum teiknimyndasögum og hló mikið þegar hann las þær." Bragi segir að einnig hafi hann leitað í sögur af mönnum sem hrakist hefðu frá löndum sínum enda má segja að Bobby hafi verið í slíkri stöðu sjálfur. „Hann spáði líka mikið í skákina þótt hann vildi ekki viðurkenna það og þegar hingað slæddust rússneskar bækur um skák þá var hann fljótur að kaupa þær," segir Bragi og bætir því við að hann hafi talað og lesið rússnesku reiprennandi. „Hann sýndi íslenskunni hins vegar engan áhuga enda tala allir ensku hér. Hann spjallaði oft við krakka hérna fyrir utan og þau voru í engum vandræðum með enskuna." Að sögn Braga átti Bobby það jafnvel til að tefla við krakka fyrir utan búðina. Bobby fór strax að venja komur sínar í búðina til Braga eftir að hann komst hingað til lands. „Hann leit á búðina sem ákveðið skjól fyrir umhverfinu. Sérstaklega fyrst eftir að hann kom hingað voru erlendar sjónvarpsstöðvar með tökulið hér að leita að honum. Ég man til dæmis eftir rússneskri stöð sem mætti hingað með fimm tökumenn. Þeir höfðu frétt af því að hann væri oft hér í búðinni og þeir biðu hér fyrir utan dögum saman í von um að hann léti sjá sig!" Að sögn Braga fann Fischer sig vel innan um bókastaflana. „Hann var svo rólegur hérna inni að stundum sofnaði hann yfir bókunum og svaf tímunum saman. Hann hjálpaði mér líka stundum við að koma lagi á bókastaflana sem hér eru út um allt. Fischer var auðvitað ekki alveg af sama tagi og annað fólk," segir Bragi. „Hann var dálítið mikið með það á heilanum að hann væri útlagi og ofsóttur af Bandaríkjamönnum, en auðvitað meðferðin af hálfu Bandaríkjanna á honum til háborinnar skammar." „Bobby var auðvitað brilljant maður á sinn hátt og sem betur fer eru ekki allir eins," segir Bragi og bætir við að það hafi verið mikið gæfuspor hjá Davíð Oddsyni þegar hann beitti sér fyrir því að fá Bobby hingað til lands. „Margt gerði nú Davíð gott en þetta er nú með því besta. Það er svo sérstök tilviljun að hann skuli deyja á afmælisdegi Davíðs," segir hann. Bobby var afskaplega geðgóður þrátt fyrir sérviskuna að sögn Braga. „Þeir voru margir sem komu hingað með bækur fyrir Fischer til að árita en hann tók þeim umleitunum alltaf vel og áritaði bækurnar með bros á vör." Tengdar fréttir Fékk að kenna á snilli Bobbys Fischer Friðrik Ólafsson stórmeistari og fyrrverandi forseti Skáksambands Íslands segir fráfall Bobbys Fischer sorgleg tíðindi. Friðrik segist nokkrum sinnum hafa fengið að kenna á snilli Fischers og telur hann einn af höfuðsnillingum skáklistarinnar. 18. janúar 2008 11:54 Hver var Bobby Fischer? Robert James Fischer var fæddur þann 9.mars árið 1943. Hann lést á Landsspítalanum í Fossvogi í gær og hefði því orðið 65 ára gamall á þessu ári. Bobby Fischer varð frægur á unglingsárum fyrir hæfileika sína við skákborðið. 18. janúar 2008 11:31 Bobby kom Íslandi á kortið Einar S. Einarsson var í forsvari hópsins sem beitti sér fyrir því að Bobby Fischer fengi lausn úr fangelsi í Japan og íslenskan ríkisborgararétt. Hann kynntist Fischer náið á þeim þremur árum sem liðin eru síðan hann kom hingað til lands. „Bobby Fischer var að mínu mati meistari meistarana í skák," segir Einar í samtali við Vísi. „Hann kom Íslandi á kortið, svo einfalt er það. Þegar hann tefldi hér við Spassky 1972 var Ísland óþekkt í heiminum og Fischer breytti því á skammri stund." 18. janúar 2008 11:32 Spasskí brugðið við fréttir af fráfalli Fischers Boris Spasskí var brugðið þegar Vísir hafði samband við hann á heimili hans í París fyrir stundu vegna andláts Bobbys Fischer fyrrverandi andstæðings síns í skák. Hann hafði ekki heyrt af fráfalli Fishers en vildi vita nánari upplýsingar um aðdraganda þess. Spasskí vildi ekki tjá sig frekar á þessari stundu. 18. janúar 2008 11:23 Bobby Fischer látinn Skákmeistarinn Bobby Fischer er látinn. Hann lést eftir erfið veikindi. 18. janúar 2008 10:57 Þakklát fyrir að Fischer fékk að deyja á Íslandi Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, formaður Skáksambands Íslands, segist þakklát fyrir það að Íslendingar hafi komið Bobby Fischer til hjálpar og hann hafi fengið að deyja frjáls á Íslandi en ekki í fangelsi. Bobby Fischer lést í gær. 18. janúar 2008 11:20 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Sjá meira
„Ég var einmitt að leggja til hliðar bækur til að láta hann fá þegar ég heyrði fréttirnar," segir Bragi Kristjónsson bóksali, en Bobby Fischer var fastagestur í búðinni hans á Klapparstígnum. „Hann hafði mest gaman af gömlum amerískum teiknimyndasögum og hló mikið þegar hann las þær." Bragi segir að einnig hafi hann leitað í sögur af mönnum sem hrakist hefðu frá löndum sínum enda má segja að Bobby hafi verið í slíkri stöðu sjálfur. „Hann spáði líka mikið í skákina þótt hann vildi ekki viðurkenna það og þegar hingað slæddust rússneskar bækur um skák þá var hann fljótur að kaupa þær," segir Bragi og bætir því við að hann hafi talað og lesið rússnesku reiprennandi. „Hann sýndi íslenskunni hins vegar engan áhuga enda tala allir ensku hér. Hann spjallaði oft við krakka hérna fyrir utan og þau voru í engum vandræðum með enskuna." Að sögn Braga átti Bobby það jafnvel til að tefla við krakka fyrir utan búðina. Bobby fór strax að venja komur sínar í búðina til Braga eftir að hann komst hingað til lands. „Hann leit á búðina sem ákveðið skjól fyrir umhverfinu. Sérstaklega fyrst eftir að hann kom hingað voru erlendar sjónvarpsstöðvar með tökulið hér að leita að honum. Ég man til dæmis eftir rússneskri stöð sem mætti hingað með fimm tökumenn. Þeir höfðu frétt af því að hann væri oft hér í búðinni og þeir biðu hér fyrir utan dögum saman í von um að hann léti sjá sig!" Að sögn Braga fann Fischer sig vel innan um bókastaflana. „Hann var svo rólegur hérna inni að stundum sofnaði hann yfir bókunum og svaf tímunum saman. Hann hjálpaði mér líka stundum við að koma lagi á bókastaflana sem hér eru út um allt. Fischer var auðvitað ekki alveg af sama tagi og annað fólk," segir Bragi. „Hann var dálítið mikið með það á heilanum að hann væri útlagi og ofsóttur af Bandaríkjamönnum, en auðvitað meðferðin af hálfu Bandaríkjanna á honum til háborinnar skammar." „Bobby var auðvitað brilljant maður á sinn hátt og sem betur fer eru ekki allir eins," segir Bragi og bætir við að það hafi verið mikið gæfuspor hjá Davíð Oddsyni þegar hann beitti sér fyrir því að fá Bobby hingað til lands. „Margt gerði nú Davíð gott en þetta er nú með því besta. Það er svo sérstök tilviljun að hann skuli deyja á afmælisdegi Davíðs," segir hann. Bobby var afskaplega geðgóður þrátt fyrir sérviskuna að sögn Braga. „Þeir voru margir sem komu hingað með bækur fyrir Fischer til að árita en hann tók þeim umleitunum alltaf vel og áritaði bækurnar með bros á vör."
Tengdar fréttir Fékk að kenna á snilli Bobbys Fischer Friðrik Ólafsson stórmeistari og fyrrverandi forseti Skáksambands Íslands segir fráfall Bobbys Fischer sorgleg tíðindi. Friðrik segist nokkrum sinnum hafa fengið að kenna á snilli Fischers og telur hann einn af höfuðsnillingum skáklistarinnar. 18. janúar 2008 11:54 Hver var Bobby Fischer? Robert James Fischer var fæddur þann 9.mars árið 1943. Hann lést á Landsspítalanum í Fossvogi í gær og hefði því orðið 65 ára gamall á þessu ári. Bobby Fischer varð frægur á unglingsárum fyrir hæfileika sína við skákborðið. 18. janúar 2008 11:31 Bobby kom Íslandi á kortið Einar S. Einarsson var í forsvari hópsins sem beitti sér fyrir því að Bobby Fischer fengi lausn úr fangelsi í Japan og íslenskan ríkisborgararétt. Hann kynntist Fischer náið á þeim þremur árum sem liðin eru síðan hann kom hingað til lands. „Bobby Fischer var að mínu mati meistari meistarana í skák," segir Einar í samtali við Vísi. „Hann kom Íslandi á kortið, svo einfalt er það. Þegar hann tefldi hér við Spassky 1972 var Ísland óþekkt í heiminum og Fischer breytti því á skammri stund." 18. janúar 2008 11:32 Spasskí brugðið við fréttir af fráfalli Fischers Boris Spasskí var brugðið þegar Vísir hafði samband við hann á heimili hans í París fyrir stundu vegna andláts Bobbys Fischer fyrrverandi andstæðings síns í skák. Hann hafði ekki heyrt af fráfalli Fishers en vildi vita nánari upplýsingar um aðdraganda þess. Spasskí vildi ekki tjá sig frekar á þessari stundu. 18. janúar 2008 11:23 Bobby Fischer látinn Skákmeistarinn Bobby Fischer er látinn. Hann lést eftir erfið veikindi. 18. janúar 2008 10:57 Þakklát fyrir að Fischer fékk að deyja á Íslandi Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, formaður Skáksambands Íslands, segist þakklát fyrir það að Íslendingar hafi komið Bobby Fischer til hjálpar og hann hafi fengið að deyja frjáls á Íslandi en ekki í fangelsi. Bobby Fischer lést í gær. 18. janúar 2008 11:20 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Sjá meira
Fékk að kenna á snilli Bobbys Fischer Friðrik Ólafsson stórmeistari og fyrrverandi forseti Skáksambands Íslands segir fráfall Bobbys Fischer sorgleg tíðindi. Friðrik segist nokkrum sinnum hafa fengið að kenna á snilli Fischers og telur hann einn af höfuðsnillingum skáklistarinnar. 18. janúar 2008 11:54
Hver var Bobby Fischer? Robert James Fischer var fæddur þann 9.mars árið 1943. Hann lést á Landsspítalanum í Fossvogi í gær og hefði því orðið 65 ára gamall á þessu ári. Bobby Fischer varð frægur á unglingsárum fyrir hæfileika sína við skákborðið. 18. janúar 2008 11:31
Bobby kom Íslandi á kortið Einar S. Einarsson var í forsvari hópsins sem beitti sér fyrir því að Bobby Fischer fengi lausn úr fangelsi í Japan og íslenskan ríkisborgararétt. Hann kynntist Fischer náið á þeim þremur árum sem liðin eru síðan hann kom hingað til lands. „Bobby Fischer var að mínu mati meistari meistarana í skák," segir Einar í samtali við Vísi. „Hann kom Íslandi á kortið, svo einfalt er það. Þegar hann tefldi hér við Spassky 1972 var Ísland óþekkt í heiminum og Fischer breytti því á skammri stund." 18. janúar 2008 11:32
Spasskí brugðið við fréttir af fráfalli Fischers Boris Spasskí var brugðið þegar Vísir hafði samband við hann á heimili hans í París fyrir stundu vegna andláts Bobbys Fischer fyrrverandi andstæðings síns í skák. Hann hafði ekki heyrt af fráfalli Fishers en vildi vita nánari upplýsingar um aðdraganda þess. Spasskí vildi ekki tjá sig frekar á þessari stundu. 18. janúar 2008 11:23
Bobby Fischer látinn Skákmeistarinn Bobby Fischer er látinn. Hann lést eftir erfið veikindi. 18. janúar 2008 10:57
Þakklát fyrir að Fischer fékk að deyja á Íslandi Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, formaður Skáksambands Íslands, segist þakklát fyrir það að Íslendingar hafi komið Bobby Fischer til hjálpar og hann hafi fengið að deyja frjáls á Íslandi en ekki í fangelsi. Bobby Fischer lést í gær. 18. janúar 2008 11:20